Ekkert skutl !
8.1.2008 | 22:00
Gulldrengnum finnst voðalega gott að láta "skutla" sér, t.d. á æfingu og þó sérstaklega að láta skutlast eftir sér þegar æfingu er lokið.
Það er stundum gert en ekki alltaf. Þar sem við erum staðsett í Verahvergi ofarlega í bænum er upp nokkra brekku að fara. Sú brekka er kölluð "gossabrekka" af innfæddum og getur hún reynst erfið í miklum mótvindi og svo ég tali nú ekki um gulldrenginn sem segist alveg uppgefin eftir hina og þessa æfinguna. Svo stundum lætur maður það eftir honum.
En um helgina þurfti hann að komast á körfuboltaæfingu og vildi ólmur láta "skutla" sér en við gáfum okkur hvergi og sögðum að honum væri engin greiði gerður með því. Skipti þá engum togum en drengurinn varð öskufúll og hreytti í okkur: SKO ÞEGAR ÞIÐ VERÐIÐ KOMIN Á ELLIHEIMILI OG ÞURFIÐ SKUTL ÞÁ ÆTLA ÉG EKKI AÐ SKUTLA YKKUR og skellti á eftir sér útidyrunum !!!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Nei er þetta ekki vísir á að tímarnir breytast, ég man þegar ég var yngri (ekki fyrir alls löngu) og var neitað um "skutl" þá sagði ég alltaf: Ég ætla aldrei að neita mínum börnum um skutl !!!!!!!
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 8.1.2008 kl. 22:18
Og hvenær farið þið á elliheimili ?
Halldór Sigurðsson, 8.1.2008 kl. 23:49
Ég er þar á hverjum degi ? með rafvirkjann
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 9.1.2008 kl. 16:06
Gelgjan eitthvað að segja til sín? Hmm mér er spurn
Bryndís R (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 18:08
Það er spurning Bryndís hvort 12 ára gamli gulldrengurinn fá viðurnefnið "gelgjan" hér á blogginu !!!!!!
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 9.1.2008 kl. 20:01
Veistu ..þetta get ég séð mjög nákvæmlega fyrir mér...
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.1.2008 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.