Búin að taka niður jólin
10.1.2008 | 21:50
Fyrst var það jólatréð, það er nú reyndar svo að það sem rekur á eftir mér með það eru bæjarstarfsmenn sem koma og sækja tréð heim ef það stendur á lóðamörkum.
Jú jú ég hendi trénu þar, ásamt nokkrum greinum sem söguð höfðu verið af trénu Svo í dag þegar ég kem heim úr vinnunni sé ég að tréð er farið en ekki greinarnar
Nú nöldurskjóðann ÉG byrjaði náttúrlega að röfla í rafvirkja greyinu, þegar hann birtist úr vinnu, og býsnast heil ósköp yfir vinnubrögðum bæjarstarfsmanna (það er ekki í fyrsta skipti sem það er gert hér á bæ ! ég get til dæmis mokað götur bæjarins miklu betur og skipulegra en allir starfsmenn bæjarins) en eitthvað verður rafvirkinn skrýtin á svip og segir já skrítið að þeir taki bara tréð en ekki greinarnar
Svo segir hann: þegar ég fór í vinnuna í morgun voru einhver skrítin hljóð í vinnubílnum og ég sótti vinnufélagann og hann heyrði hljóðið líka. Svo urðum við að taka bensín (ekki ókeypis) og þá uppgötva þeir að jólatréð er fast utan á bílnum
Hann var búin að keyra út um allan bæ með jólatréð í eftirdragi
svo ef einhver bæjarstarfsmaður les þetta þá er jóltréð MITT á ENN EINU (N1) planinu
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hahahaha þetta hefði ég viljað sjá
Bryndís R (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 07:13
Knús yfir heiðar!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.1.2008 kl. 22:57
vá ligg hérna í hláturskasti.. hefði viljað borga fyrir að sjá þetta!!!!!!
Kittý Sveins, 14.1.2008 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.