Ég er ekki að skrökva, þetta er frá karlmanni !!
4.2.2008 | 22:40
Það virðist færast í vöxt, að konur liti andlit sitt með ýmsu móti og
æfinlega í þeim tilgangi að sýnast fallegri en þær eru í raun og veru.
En nú skal eg segja þér eitt: Andlit þitt er svo fallegt frá skaparans
hendi--þó að þú sért óánægð með það--að þú getur eigi gert það fallegra
með gervilitum (smínki). Hann hefir engan skapað _ljótan_ og
áreiðanlega ekki ætlast til þess, að nein af dætrum hans færi að _mála_
sig í framan.
Þú getur með mörgu móti varðveitt fegurð þína, en til "smínksins" máttu
aldrei grípa.
Lauslætiskonan--sem er litljót--á að hafa einkarétt til að smínka sig.
Þú skalt aftur á móti bera gott og litlaust créme á andlit þitt og núa
eða strjúka andlitsvöðvana um leið. Það heldur húðinni vel mjúkri og
kemur í veg fyrir allar hrukkur, sem sett gætu skugga á fegurð þína.
--Þú mátt einnig nota lítið eitt af góðu andlitsdufti (púðri), en það
má ekki vera áberandi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 5.2.2008 kl. 22:43 | Facebook
Athugasemdir
haha.. það er aldeilis verið að setja þér reglurnar um hvað þú mátt og hvað ekki, en alveg satt samt að þú ert með nátturulega fallegt andlit :)
og með vinnuna.. það er óákveðið hvenar ég kem heim, annaðhvort í lok júlí eða þá bara eftir sumarið og þá kemur í ljós hvort ég fer í skóla eða að vinna ;) þannig að þu ættir ekkert að halda lausu plássi í vinnuni eða neitt solleis, veit ekkert hvernig þetta verður :/
gyda hronn (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 16:56
Ja gott ef satt væri. En ég skal hundur heita ef þetta er ekki eftir evrópskan karlmann af efri stétt, gott ef ekki franskan, á ofanverðri 18. öld. Hér er hann sjálfsagt að útmála sínar púrítanísku skoðanir konum samtíðarinnar til eftirbreytni. Skelfilega lítið frelsandi vð það - því miður.
Soffía Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.