Allt sem þú vildir vita um hlutabréfamarkaðinn

Í þorpi einu birtist einu sinni maður sem kvaðst vilja kaupa apa af þorpsbúum á 1000 krónur stykkið. Þar sem mikið var um apa í nágrenni þorpsins, fóru þorpsbúar að veiða apana og selja manninum þá.Maðurinn keypti þúsundir apa af þorpsbúum á 1000 krónur, en þegar framboðið fór að minnka, bauðst maðurinn til að borga 2000 krónur fyrir apann. Aftur jókst framboðið um tíma, en síðan minnkaði það enn frekar og hætti loks alveg, þar sem erfiðara var fyrir þorpsbúa að finna fleiri apa til að selja. Þá tilkynnti maðurinn að hann myndi borga 5000 krónur fyrir hvern apa sem hann fengi, en hann þyrfti aðeins að skreppa frá og aðstoðarmaður hans myndi sjá um kaupin á meðan.Eftir að maðurinn var farinn, hóaði aðstoðarmaðurinn þorpsbúum saman og bauðst til að selja apana sem geymdir voru í búrum, á 3500 krónur stykkið. Fólkið gæti svo þegar maðurinn kæmi aftur selt honum apana á 5000 krónur. Þorpsbúar söfnuðu því saman öllu sínu sparifé og keyptu apana af aðstoðarmanninum.Síðan hefur ekkert spurst, hvorki til mannsins né aðstoðarmannsins.-Og núna veistu allt um hvernig hlutabréfamarkaðurinn virkar!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband