Hratt flýgur stund
20.2.2008 | 21:07
Ég las það í gær að Mosfellsbær (gamla heimabyggðin mín) væri að fá framhaldsskóla Húrra ég óska fyrrum sveitungum mínum til hamingju með þann stóra áfanga
Við vinkonurnar úr "sveitinni" vorum nú oft að spá í framtíðina (ekki bara stráka) þegar við vorum "yngri" og er mér ein ferð okkar heim úr borginni mjög minnistæð.
Vinkona mín var nýkomin með bílpróf og við vorum að koma úr bíó (aldrei þessu vant) það var mjög dimmt og ekki búið að lýsa vesturlandsveginn (né að setja eitt einasta hringtorg á hann) þá fórum við að spá í hvað við yrðum nú eiginlega orðnar gamlar þegar það væri komin lýsing á milli og við yrðum nú að öllum líkindum komnar undir græna torfu þegar þegar þessi tvö bæjarfélög lægju þétt saman
En að þar myndi rísa framhaldskóli það datt okkur í hug en að það yrðu jafnvel börnin okkar sem myndu ganga í þann skóla, var fjarlægur draumur (nú eða martröð)
EN EITT DATT OKKUR ALDREI Í HUG: AÐ ÞAÐ YRÐi SETT HRINGTORG Á VESTURLADSVEGINN og það fleiri en EITT
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Og fleiri en tvö.
Takk fyrir kveðjurnar kæra Hulda Bergrós gamli sveitungi.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 20.2.2008 kl. 21:31
Já hugsaður þér, þetta er alveg eins og að á dauða mínum átti ég von frekar en að það yrði byggt í móanum mínum undir Kömbum - hvar á nú að fara í berjamó ?????
En svona er þetta bara.......engin ber, bara hringtorg og bílastæði
Soffía Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 09:34
Spurning dagsins hvað eru mörg hringtorg ? fimm sex, eða ef til vill sjö ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2008 kl. 12:30
Já þetta er fljótt að breytast. Ég man t.d. þá tíð á Selfossi að maður tók með sér nesti ef maður fór út í hagann þar sem fjölbrautaskólinn stendur núna .
Og hringtorgin í Mosó eru örugglega fleiri en sjö!
Heimir Eyvindarson, 21.2.2008 kl. 14:20
Rétt Heimir það eru sjö á Vesturlandsveginum, en þegar ég fer úr Hveró til mömmu í Mosó þarf ég að fara í gegnum 10 hringtorg
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 21.2.2008 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.