Kennarar eru vinir mínir :-)
6.3.2008 | 22:06
Var á árshátíð miðstigs í skólanum í seinnipartinn, alveg frábær skemmtun og gaman að sjá hvað krakkarnir eru hugmyndarík, semjandi leikrit, þulur og brandara Og að koma fram fyrir framan fullan sal af fólki. Mér fannst það vel við hæfi að hafa temað "sumarið" eftir veturinn sem nú hefur verið hjá okkur
Sumarbúðirnar hjá 6H.
En þar sem aðalumræðuefnið á kennarastofunni er álit almennings (mitt) á kennurum
Langaði til að rifja upp þessa færslu síðan í fyrra, vegna þess að latur vinur minn og bloggvinur hefur verið að fara í saumana á félagi sínu ( Kennarasambandið) og kjörum kennara.
"Ég átti mér eitt sinn draum, draum um að verða kennari.
Ég ætlaði að verða íslenskukennari, kenna unglingum að sjá Gísla Súrsson sem Súperman síns tíma.
Kenna kjaftforum unglingsstrákum að beygja sögnina að ríða.
Láta unglinga þýða dönsku bókina "Kærlighed ved forste hik" endurskrifa hana á meinfyndri íslensku svo hún verði jafnfyndin og á dönsku.
Vera í flatbotna skóm og pilsi.
ÞAÐ KOM VERKFALL ÞEGAR ÉG VAR Í MENNTASKÓLA !!!!! "
Tek það fram að ég hef verið mikið viðriðin skólann hér í 810 var í stjórn foreldrafélagsins sem gjaldkeri, formaður og áheyrnarfulltrúi í skólanefnd.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 7.3.2008 kl. 17:31 | Facebook
Athugasemdir
Fyndið þetta með ´Gísla Súrson og Súperman, Elvar Logi sem stýrir Komedíuleikhúsinu hefur sett upp sýningu um Gísla Súrsson, og hér segir hann http://komediuleikhusid.blog.is/blog/komediuleikhusid/entry/463100/ Hehehe ekki alveg Súperman, en .... nálægt því.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2008 kl. 00:13
Hæ hæ Hulda mín, ætla bara að kasta á þig kveðju. Sjáumst í Hveró!
Hrafnhildur
Hrafnhildur Þorsteins (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 14:25
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.