Bloggið borgar sig !

Því að fyrir helgi læddist, inn um bréfalúgur hjá okkur íbúunum við Klettahlíð, tilkynning um að á komandi þriðjudag yrði fundað með okkur um stöðu framkvæmda í Kletthlíðinni Smile Betra er seint en aldrei og hið besta mál að bæjaryfirvöld vilji hitta okkur, en rafvirkinn verður að fara fyrir okkar hönd því ég er skráð á skyndihjálparnámskeið á sama tíma Wink Ekki veitir mér af (sjá fyrri færslu)

En helgin búin að vera góð, fórum í rafmagnaða keilu á föstudagskvöldið með stuðboltunum, eitthvað misskildum við hjón stigakeppnina og vorum viss að þetta væri "NÓLÓKEPPNI" W00t

Svo nálgast fermingarnar óðfluga og gær voru aðeins tvær kransakökur bakaðar hér á þessum bæ og vonandi verður útkoman einhvernvegin svona

kransakaka ala Hulda

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi lítur ljómandi vel út Hulda mín. Og keila er skemmtileg, ég sakna þess dálítið að hafa ekki slíkt hér.  Ef til vill kemur hún einhverntímann, nóg er húsnæðið á lausu.  En gott að hreyfing er að komast á ykkar mál í Klettahlíðinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2008 kl. 12:45

2 Smámynd: Vilborg

Ekkert smá flott!

Er hægt að panta hjá þér  hehehe...ekki "nema" ár í fermingu

Vilborg, 10.3.2008 kl. 23:31

3 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Það er sem ég segi Hulda! Vera bara nógu frekur og ýtinn það er það eina sem blífur í þessum heimi. Gott hjá þér - hefði ég húfu þá tæki ég ofan fyrir þér!

Soffía Valdimarsdóttir, 11.3.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband