Kommúnan

Við erum stödd á Íslandi 1975. Húsmóðirin Elísabet flýr undan drukknum ofbeldishneigðum eiginmanni sínum Róberti, ásamt dóttur sinni Evu, á náðir bróður síns sem býr í hippakommúnunni "Gleymmér ei" á milli Selfoss og Hveragerðis. Í kommúnunni búa auk bróðurins Georgs og Lenu spænsku kærustu hans, Anna sem er nýorðin lesbía, Franco hatarinn Salvatore og sonur þeirra Tet, miðaldra homminn Ragnar og ofstækisfulli uppreisnarsinninn Eiríkur. Þetta er litríkur hópur sem vegsamar frelsið og fyrirlítur efnishyggju og smáborgarhátt.
Þrátt fyrir frelsið gengur misvel fyrir hópinn að búa saman, þau rökræða um flesta hluti og eru ekki alltaf sammál en allir eiga að brosa í "Gleym mér ei".
Kommúnan er skemmtilegur gamanleikur með dökkum undirtón unninn upp úr verðlauna myndinni Tillsammans eftir Lukas Moodysson.

Fór ásamt samtarfsfólki í gærkvöldi að sjá þessa frábæru sýningu Smile Hvet ykkur ef þið hafið tækifæri að sjá þessa sýningu.

Maður hugsar alltaf um ást, frið og frjálsar ástir í sambandi við hippatímabilið, en þetta hefur ekki verið eins einfalt og af er látið W00t

En ef þið farið þá mæli ég eindregið með því að þið hafið bjúgu í matinn, áður en þið farið Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú gerir mann forvitin en því miður kemst ég örugglega ekki á þessa góðu sýningu, er fjarri góðu gamni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 13:15

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já bjúgu hafa nú sjaldan ef nokkurn tíma freistað mín en ég held ég bragði þau varla héðan af.

Takk fyrir mig mín kæra

Soffía Valdimarsdóttir, 13.3.2008 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband