Íslenskir dómstólar
14.3.2008 | 15:48
Tveir dómar sama dag á sama landinu.
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins árs fangelsi,þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir hrottafengna árás og nauðgun
gagnvart unnustu sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða henni rúmar
*sex hundruð þúsund *krónur í miskabætur.
Hæstiréttur hefur dæmt Hannes Hólmstein Gissurarson til að
greiða Auði Laxness, ekkju Halldórs Laxness, *eina milljón og fimm*
*hundruð þúsund* í fébætur fyrir brot á höfundarrétti í fyrsta bindi af
ævisögu Halldórs. Þá er Hannes Hólmsteinn dæmdur til að greiða 1,6
milljónir í málskostnað.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ekki gleyma tíu millunum sem móðir var dæmd til að greiða er dóttir hennar skellti hurð á höfuð kennara. Dómar í dag eru að misbjóða manni algjörlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2008 kl. 18:46
Spurningin er kannski hvort ekki er eitthvað bogið við gildismat þeirra sem semja lögin frekar en þeirra sem er svo gert að framfylgja þeim
Soffía Valdimarsdóttir, 15.3.2008 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.