Tilbrigði við svanavatnið

meðal annars bloggefnið í dag. En í dag er dagur til að gleðjast því hún slembra vinkona mín er "lystug" (að eigin mati) þ.e.a.s. fertug í dag Wizard Á bloggsíðu sinni bendlar hún mig við að hafa sent henni myndarmann á tröppurnar sínar, í hvaða erindagjörðum veit ég ekki og því síður skil ég ekki alveg af hverju ég ætti að senda henni einn slíkan þegar hún á EINN FYRIR Frown

En að svanavatninu, ég ætlaði nú eitt sinn að verða ballerína W00t en ferill minn endaði mjög snöggt. Það var í þá daga er ekkert íþróttahús var í Mossfellssveit og Hlégarður sinnti því sem hægt var á því sviði. Þá var boðið upp á ballettkennslu og ég lítil skotta mjög svo áhugasöm og vildi ólm læra ballett Smile og úr varð að mamma samþykkti það og fór með mig að kaupa þessa fínu tátiljur, sem nauðsynlegar voru svo ég gæti lært ballett.

Svo mætti ég galvösk í ballett og lærði plíe og allt hvað þetta nú heitir, bein í baki útskeif sá ég sjálfa mig dansa ballett á stóru sviði í bleikum ballettfötum Errm en Adam var ekki lengi í paradís, kennarinn sá baki mínu allt til foráttu og á endanum sagði hún við mig að ég gæti ómögulega lært ballett með þetta "BANANABAK"

Þessi draumur hefur samt alltaf blundað í mér og á ég það til að taka nokkur spor svona bara til þess að gæla við drauminn Whistling

Síðast í gærkvöldi, þetta var nú ekki beint fyrirfram ákveðið, en þannig var að ég mig vantaði naglaklippur inn á baðherbergi. Rafvirkinn var nýbúinn að vera í baði þegar ég sveif í orðins fyllstu inn baðherbergisgólfið (sem var flughált) og endaði svanavatnið á milli klósettsins og innréttingarinnar W00t þar lá ég síðan og gat mig ekki hreyft W00t ég var sem sagt föst á milli báts og bryggju Pinch þetta horfðu rafvirkinn og klaufdýrið upp á, án þess að blikna. Þegar þeir höfðu fullvissað sig um að ekkert amaði að mér gall í kalufdýrinu: SVO ER ÉG KALLAÐUR KLAUFDÝRIÐ Á ÞESSU HEIMILI  !!!!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ elsku Hulda mín..ekki vissi ég að þú gengir með litla ballerínu í maganum. Mundu bara..."Það er aldrei of seint" að láta draumana sína rætast. Held t.d að það sé alveg pláss fyrir bráðskemmtilegan klaufaballett...sem þú gætir fundið upp og þróað við mikla kátinu almennings!!!

Knús til ykkar inn í helgina..sjáumst fljótlega.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.4.2008 kl. 17:17

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Við sjáum nú til með þetta í kvöld Hulda mín...........

Soffía Valdimarsdóttir, 18.4.2008 kl. 17:43

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Katrín það mætti kalla þetta "fílavatnið"

Soffía held að þú sért búin að lesa yfir þig í þjóðfræðinni og komin með ranghugmyndir um ímyndaða karlmenn á tröppunum hjá þér 

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 18.4.2008 kl. 18:23

4 identicon

     

Hulda mín. Það á bara að æfa sig í vinnunni, en ekki heima. Bannað að svindla.

Dagmar (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 19:42

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bananabak, því líkt og annað eins þetta hefur verið hjartalaus kona.  En hehehe þú hefur örugglega slegið í gegn í svanavatninu í gær, með áhorfendur og alles  Knús á þig inn í daginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband