Fyrir 20. júní

Kæru vinir nú er bara að senda inn ykkar frábæru tillögur að nafni fyrir nýja hverinn:

Um tvöhundruð tillögur hafa borist um nafn á stóra leirhverinn á Reykjum í Ölfusi sem myndaðist í Suðurlandsskjálftanum. Nöfnin eru það mörg að dómnefnd íhugar að nota sum þeirra á aðra nýja hveri sem einnig hafa orðið til á svæðinu.

Hverinn myndaðist í skjálftanum þann 29. maí og vakti strax mikla athygli, enda ógnarstór. Fljótlega fóru menn að velta því fyrir sér hvað hann ætti að heita og ákváðu starfsmenn Garðyrkjuskólans að kalla eftir hugmyndum. Þær hafa ekki látið á sér standa og segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum, að komnar séu um tvöhundruð tillögur.

Þeir sem hafa hugmyndir geta sent þær á gurry@lbhi fyrir 20. júní því eftir það hyggst dómnefnd á vegum Landbúnaðarháskólans setjast yfir tillögurnar. Og líklegt er að nokkrar tillögur muni nýtast því fleiri hverir hafa myndast á Reykjatorfunni eftir skjálftann og áformar dómnefndin að nýta einhver nafnanna á þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband