17. júní 2008

Blómin springa út, og þau svelgja í sig sól (hún er komin) sumarið í hámarki (alveg viss) og hálft ár enn i jól (alveg viss) í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag því lýðveldið Ísland á afmæli í dag.....

Fjallkonan í múnderingu prílar upp á pall pent hún les upp ljóð eftir löngu dauðan kall....Rigning bindur enda á þetta gleði geim er gáttir opna himins og allir fara heim ..............já svona er ég nokkurvegin viss um að dagurinn í dag verði, samt er ég ekki viss um að rigningin komi en það er 17. júní svo klæðið ykkur eftir veðri og verum STOLT AÐ VERA ÍSLENDINGAR  Gleðilega hátíð

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl elskurnar,

Eftir dásemdar helgi okkar hjónaleysanna var upplagt að taka frí á mánudegi til að vera vel upplagður í þjóðhátíðardaginn.  Púkarnir litlu að byrja með hlaupabólu en voru samt í essinu sínu á hátíðarhöldum sveitunganna.

Ástarkveðja í kotið og sjáums von bráðar.

Frábærar myndirnar úr Þórsmörk - algjör snilld.

Eygló og co Reykhólum (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 22:53

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig elsku Hulda mín  'eg hef saknað ykkar bloggvina minna, meðan ég hef verið rosalega upptekinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband