Soldið fljótfær ;0)
23.6.2008 | 20:22
Hulda sem var komin á efri ár, var að hita sér kaffi í eldhúsinu þegar álfkona birtist allt í einu fyrir framan hana.
Þú hefur lifað mesta fyrirmyndarlífi, sagði álfkonan, og ég er komin til að verlauna þig og veita þér þrjár óskir.
Þú getur beðið um hvað sem þú villt og ég þarf ekki annað en sveifla töfrasprotanum til að þér veitist það.
Hulda var nú heldur vantrúuð á þetta en ákvað í tilraunaskyni að biðja álfkonuna að breyta kaffikönnunni í peningahaug.
Álfkonan sveiflaði töfrasprotanum og kaffikannan varð að heilunhaugi af peningaseðlum.
Jahérna! kallaði Hulda upp yfir sig.
Þetta er þá ekkert gabb!
Geturu kannski gert mig unga og fallega?
Álfkonan sveiflaði aftur sprotanum og áður en varði sá Hulda í speglinum að hún var orðin ung og fögur.
Tja, en nú langar mig að biðja þig að breyta elsku gamla kisa mínum í glæðsilegan, ungan mann.
Álfkonan brást vel við því og fór síðan, en skildi Huldu eftir í eldhúsinu ásamt unga fallega manninum sem hafði verið kötturinn hennar.Hulda sneri sér að honum og dæsti:
Loksins! Nú vil ég að við elskumst allan liðlangann daginn og nóttina!
Ungi maðurinn leit á hana og sagði síðan skrækróma:
Þá held ég nú að þú hefðir ekki átt að fara með mig til dýralæknisins til að láta gelda mig góða!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
HAHAHAHAHAHAHAH !! Jáhá og ég er að fara með tvö gæludýr í geldingu.. ÚBBS. !!
Guðrún B. (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.