Þarf ekki

að fá annarra manna brandara lánaða, ég þarf greinilega bara að líta í kringum mig og horfa og hlusta á aðra fjöslkyldumeðlimi Wink

Í gærkvöldi fékk ég þá snilldarhugmynd að fara upp að nýja hverasvæði og ná mér í svolítinn leir, já sko í lækningarskyni (er að finna góð ráð til þess að hjálpa rafvirkjanum að losna við exemið sem honum áskotnaðist svona alveg ókeypis í vetur) tók smá leir og set hann í þennan fína tupperware dall og lok ofaná (hvaða húsmóðir á ekki svoleiðis dalla sem hreinlega velta á móti manni þegar maður opnar vissa skápa í eldhúsinu, reyndar einn kostur við þá þeir brotna ekki)

Í dag þegar elsku klaufdýrið mitt kemur heim úr vinnu, sársvangur eins og alltaf, kíkir hann í dolluna góðu og sér ummm súkkulaði og stingur fingrinum í og fær sér stóra slummu beint í munninn W00t 

Þegar við förum að hlægja að þessu hér í kvöld segir gulldrengurinn: ég hélt líka að þetta væri súkkulaðikrem og ætlaði að fá mér en fannst lyktin eitthvað skrítin og hætti við Crying

Hér eru þessar elskur á Reykhólum um helgina, klaufdýrið vildi endilega koma með ma og pa og af því að þeir voru svo stilltir strákar að þá gaf mamma lillunum sínum sleikjó Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æ Enn sæt mynd af prinsonum....

Ásta Lóa (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 18:44

2 Smámynd: Kittý Sveins

ahahahha..

Hef ekki hlegið svona mikið lengi!!!

Kittý Sveins, 6.7.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband