Fólk sem fætt er fyrir 1990 ætti að vera dáið samkvæmt þessu

Já, samkvæmt löggjöfum og skriffinnum nútímans ættu þau okkar sem voru börn á 5., 6., 7. og 8. áratuga síðustu aldar ekki að hafa lifað af.
HVERS VEGNA VAR ÞESSI NIÐURSTAÐA OKKAR SVONA?
-Jú, barnarúmin okkar voru máluð með blýmálningu.

-Það var engin barnalæsing á lyfjaglösum, hurðum eða skápum og þegar við hjóluðum notaði ekkert okkar hjálm.

-Sem börn sátum við í bílum án öryggisbelta og/eða púða.

-Að fá far á vörubílspalli var sérlega gaman.

-Við borðuðum brauð með smjöri, drukkum gos með sykri, en fæst okkar lentu í offituvandamálum, því við vorum alltaf úti að leika

-Við deildum gjarnan gosflösku með öðrum og allir drukku úr sömu flöskunni án þess að nokkur létist.

-Við vörðum löngum stundum í að byggja kassabíl úr dóti og drasli og þutum á honum niður brekkuna, bara til að uppgötva að við höfðum gleymt bremsunum. Eftir nokkrar veltur lærðum við að leysa vandamálið.

-Við fórum að heiman snemma á morgnanna til að leika okkur allan daginn og komum aftur heim í kvöldmat Enginn hafði möguleika á því að ná í okkur yfir daginn.

-Engir farsímar. Ha, engir farsímar? Óhugsandi! Sumir áttu litlar talstöðvar sem var flott að eiga!

-Við áttum ekki Playstation, Nintento 64, X-box, enga tölvuleiki, ekki fjölmargar rásir í sjónvarpinu, ekki video, ekki gervihnattasjónvarp, ekki heimabíó, farsíma, heimilistölvu eða spjallrásir á Internetinu.

-Við eignuðumst vini! Við fórum bara út og fundum þá.

-Við duttum í skurði, skárum okkur, fótbrotnuðum, brutum tennur, en enginn var kærður fyrir þessi óhöpp. Þetta voru jú óhöpp. Það var ekki hægt að kenna neinum um? nema okkur sjálfum. Manstu eftir óhappi?

-Við slógumst, urðum blá og marin og lærðum að komast yfir það.

-Við lékum okkur í nýbyggingum, fundum upp leiki með naglaspýtum og drasli og átum Maðka og reyktum njóla. Þrátt fyrir aðvaranir voru það ekki mörg augu sem duttu út og ekki lifðu maðkarnir inni í okkur til eilífðar og margir gáfust upp á fyrsta njólanum!

-Við hjóluðum eða gengum hvert til annars, bönkuðum á dyrnar, gengum inn og létum eins og heima hjá okkur.

-Við lékum okkur úti eftir kvöldmat, fórum í fallin spýta, eina krónu, eltingaleik eða feluleik, svo ekki sé minnst á löggu og bófa. Svo þegar aldurinn sagði til sín fórum við í kossaleik og eignuðumst kærustu/kærasta.

-Það þurfti engar félagsmiðstöðvar eða neina til að stjórna okkur - Við stjórnuðum okkur sjálf.

-Sumir nemendur voru ekki eins glúrnir og aðrir, þeir lentu í tossabekk. Hræðilegt.... En þeir lifðu af.

-Engin vissi hvað Rítalín var og engin bruddi pillur sem barn.

-Við fórum í sunnudagsskóla eða sóttum KFUM og K, sungum og vorum í Skátunum og lærðum hnúta og kurteisi.

-Ef það sprakk á hjólinu lagfærðum við það í sameiningu og alveg sjálf.

-Morgunkornið okkar var m.a. TRIX morgunkorn, og við lifðum af litarefnið í því...
 OG AFLEIÐINGIN ER ÞESSI!
 Síðustu 50 ár hafa verið sprengja nýsköpunar og nýrra hugmynda. Við áttum frelsi, sigra ósigra og ábyrgð og við lærðum að takast á við það allt saman. Við sem ólumst upp áður en löggjafi og stjórnvöld settu lög og reglur um líf okkar sem þeir segja að sé 'okkur sjálfum fyrir bestu'?.Þessi kynslóð hefur alið af sér fólk sem er tilbúið að taka áhættu, góð að leysa vandamál og bestu fjárfestar nokkru sinni.

Við áttum bara gott líf er það ekki?
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: STERRUR

Þetta er vissulega satt og nútíminn er að drepa niður komandi kynslóðir með heiladauðri afþreyingu og offituvandamál aukast því krakkar mega ekki ráða sér sjálf því það er svo hættulegt.

STERRUR , 27.6.2008 kl. 12:27

2 Smámynd: Eydís Hentze Pétursdóttir

Krúttleg upptalning, en samt svo út úr kú. Hvað með öll börnin sem hlutu mein af eða dóu vegna ofantaldrar blýmálningar, skorts á bílpúðum og öryggisbeltanotkun, setu á bílapöllum, skorti af lausnum fyrir ADHD, leikjum í nýbyggingum etc. Eða hvað þá með offituna sem allir þjást af í dag? Offita gerist jú ekki yfir nótt, heldur kortleggjum við megnið af henni á fóstur, -nýbura og ungbarnaskeiði.

Eydís Hentze Pétursdóttir, 27.6.2008 kl. 12:30

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Við komum aldrei í veg fyrir slys, þau gerast sama hvaða ráðstafanir við gerum, en við reynum náttúrulega að koma í veg fyrir að skaðinn verði því mun minni þegar slys eiga sér stað.

Umferðarmenningin er líka allt önnur í dag.

En þetta er nú meira svona til gamans gert að rifja upp "gömlu góðu"

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 27.6.2008 kl. 14:51

4 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Hverju orði sannara

Aðalheiður Ámundadóttir, 27.6.2008 kl. 17:29

5 identicon

Mikið er þetta nú rétt allt saman og hvað það var gaman þá. En hvernig í veröldinni fóru foreldrar okkar að því að lifa af sína æsku, Fáir bílar, ekkert malbik, langt á milli bæja, sveitasími, engir stórmarkaðir, allur matur soðinn, fiskur 6 x í viku, mamma saumaði allt á þau, ekkert bíó, ekkert sjónvarp, bara gufan. Guð minn góður hvernig nenntu þau að vera til. Það verður gaman að fá komment á þetta frá Stefáni og Ester Lóu eftir svona 33 ár.

Guðmundur Erlingsson (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 11:44

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá hvað þetta er flott samantekt og svo sönn og rétt.  Þetta var einmitt svona.  Og jú við lifðum vissulega af, og ætli þessi sprenging sem þú talar um, sé ekki einmitt vegna þess að við tókumst á við vandamálin sjálf, en biðum ekki með opin munn eftir að fæðan dytti niður í munninn, eða leikföngin í fangið.  Takk fyrir þessa færslu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2008 kl. 12:33

7 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Fín upptalning en að sjálfsögðu ekki tæmandi, enda ætlaðistu ekki til þess. Við gengum eða hjóluðum í skólann, hvernig sem viðraði, enginn skólabíll. Þegar við hjóluðum gátum við stundum verið svo heppin að ná að „teika" vörubíl á leið upp Brúarlands- eða Ullarnessbrekkurnar á heimleiðinni og engum datt í hug að amast við því. Bílstjórarnir bara fylgdust með okkur í útispeglinum með sígarettuna í öðru munnvikinu. Nú er þetta bannað og allir hættir að reykja!

Sigurður Hreiðar, 28.6.2008 kl. 14:09

8 identicon

já þetta er snildar upptalning. Þetta bara yljaði manni við góðar minningar. Hvað þó óhapp gerðist.... við gátum sjálfum okkur um kennt. Merkilegt til þess að hugsa að í dag fer allt á annan endan ef fólk veit ekki í fimm mínótur hvar börnin eru, en við vorum úti heilu og hálfu dagana án þess að nokkur vissi hvar maður var, svo framarlega maður kom heim í kvöldmat, þá mátti maður sko vera úti.  
Já lífið var sko skemmtilegt í þá gömlu góðu daga.....
hver skili hins vegar kunna í dag alla kvöldleikina, fallin spíta, eina krónu, brennó , kíló, feló, hjóló, róló, fara í feluleik í skóginum ..... já ekki laust við að maður fái smá flach back......

Ásta Lóa (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 18:42

9 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

O já, ég sakna þessa frelsis. Kannski þess vegna sem ég fæ alltaf aulahroll þegar ég sé jafnaldra mína með hjálm. Og alveg örugglega þess vegna sem ég neita að láta ná í mig í gemsann nema bara nákvæmlega þegar mér hentar.

Soffía Valdimarsdóttir, 28.6.2008 kl. 20:18

10 identicon

 Þetta er hverju orði sannara kæra systir. Þegar  t.d. heyskapur var í fullum gangi upp á Helgafelli, hvað okkur fannst gaman að fá að sitja upp á heyvagninum hvort sem hann var tómur eða ekki. Hoppa í hlöðunni hálftómri.Standa aftan á traktornum og fl. Raða gulu spýtustikunum niður við Ullarnes í háa turna og leika okkur þar.

Linda Björk Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 15:23

11 identicon

og ég gleymdi að skrifa. Þegar við þurftum að labba í skólann með fram öllum vesturlandsveginum,í hvernig veðri sem var í björtu jafnt sem dimmu ,stundum forug upp fyrir haus af slettum frá vörubílunum.Fá að sitja í hjá vörubílsstjórunum,enginn amaðist við okkur.lékum okkur í gömlu bröggunum frá stríðsárunum,já auðvitað var þetta oft hættulegt.En öll höfum við sloppið vel frá þessum hættulegu leikjum okkar Í dag eru flest börn ofvernduð,allt getur verið þeim hættulegt.Þau mega ekki gera þetta og ekki hitt því allt er svo hættulegt.Þau hafa ekki þetta frjálsræði sem við höfðum og kunna ekki að leika sér,þau geta í flestum tilfellum ekki verið saman fl. en tvö því ef þau eru fl. fer venjulega allt í loft upp. Þau kunna ekki að deila með sér,stó og mikil tími fer stundum að stilla til friðar.Þau eiga allt nánast.Fleirri leiðast út í fíkniefni og glæpi á unga aldri,fleirri fremja sjálfsmorð og svo frv.Hvernig sluppum við lifandi frá okkar hættum? Hvernig hefur okkur gengið í lífinu? Hvernig höfum við spilað úr okkar lífi?Ef eitthvað höfum við komið sem sterkari einstaklingar út úr þessu .Þrátt fyrir áföll og annað sem við höfum lent í. Kveðjur stórasyst.

Linda Björk Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 15:41

12 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Trix já....fékk það nú ekki nógu oft, en hafði það samt nokkuð fínt.

Heimir Eyvindarson, 30.6.2008 kl. 22:14

13 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta var einmitt svona og hvað við höfðum það gott, ég var einmitt bara um síðustu helgi að spjalla við gammla uppeldisvinkonu og við vorum að rifja upp æskuárin, við höfðum "leiksvæði" þar sem nú er Sundahöfn og Gammla IKEA og iðnaðarhverfin þarna inneftir öllu og eingin Sæbraut, í fjörunni voru tveir togarar og við vorum jafnvel í fótbolta við klepparana framm á nætur, en jú jú auðvitað urðu nokkur óhöpp en ekkert stórt.

Eins og þú segir þá verða slys, en summt jaðrar við ofverndun og ég er sossum ekkert saklaus af því, en okkar börn ólust upp við gott umhverfi og frjálsræði í Hveragerði.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.7.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband