Frímann og sólin

Frímann, eða eins og ég kalla rafvirkjann þessa dagana þar sem hann er í sumarfríi, hefur fundið sér eitt og annað til dundurs þessa vikuna.

Þar sem veðrið hefur verið með eindæmum gott fór hann og keypti pallaolíu til þess að bara á pallinn. Nú ég er eins og góðri eiginkonu sæmir búin að hvetja hann áfram við vinnuna, gefið honum ís og kaffi um leið og ég hef setið og notið sólarinnar.

Þar sem ég hafði setið á pallinum dágóðan tíma ákvað ég að tími væri komin á að snúa steikinni og láta sólina skína á bakhlutann. Þrátt fyrir að stutt sé síðan að ég kom úr trjánum ná hendur mínar engan vegin að bera sólarvörn á bakið mitt.

Þar sem ég var búin að fylgjast með Frímanni maka olíu á pallinn bað ég hann að aðstoða mig Cool

ER ekki viss um að það hafi verið rétt ákvörðun, en eitt er ég með á hreinu sólavörnin virkar fínt

útkoman var svona:

 

Pallurinn  minn að vanda sig Wink  

        

Ég get ekki séð að hér hafi verið vandað til verks

Geri ráð fyrir að Frímann sofi á pallinum sínum þar sem eftir lifir af sumarfríinu Pinch


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Handlaginn heimilisfaðir

Heimir Eyvindarson, 11.7.2008 kl. 20:41

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Ekki get ég nú sagt það, tel það ekkert erfiðsverk að bera smá sólavörn á konukvölina

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 11.7.2008 kl. 20:48

3 Smámynd: JEG

Urrrr...... arggghh..... Þá er honum ekki treystandi til að bera Aloavera (plöntugeli) á bakið neinei.... svo já sanngjarnt að hann éti það  sem úti brennur *hóst* neinei.... þetta hljómaði heldur kjánalega hihihi....... en já út með Frímann þar til hann lærir að það þarf að bera allan áburð jafnt á hvort sem það er olía eða krem/vörn. 

Shit ekki övunda ég þig essgan. Ferlegt að lenda í svona. Samúðarknús úr sveitinni. Og ég ætla að stela krakkavörninni þegar ég klippi Runnana það er á hreinu. (sem betur fer er minn með krempróf)

Knús á þig og vona að þetta jafni sig fljótt.

JEG, 11.7.2008 kl. 21:09

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ elskan mín, þetta gekk ekki nógu vel.  Knús og kyss á bágtið.  Eitt að lokum léstu Frímann taka myndina ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.7.2008 kl. 21:26

5 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Nei Ásdís, bið hann ekki um aðstoð við bakhlutann á mér í bráð

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 11.7.2008 kl. 21:30

6 identicon

Úbbs.. ææ.

En þu ert þá allavega með handaför hans á þér, það er klárt mál.

Innlitskvitt.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 00:11

7 identicon

úff úff fúff   Þetta er ekki gott að sjá..... hann þarf nú að vanda sig betur en þetta þegar konan er annars vegar karlkvölin.
Spurning hvort þú hendir ekki teppi út á pall og leyfir honum að hvíla sig þar. Nema þetta hafi verið með ráðum gert hjá honum til að fá að bera endalaust á þig after sun og fá að strjúka á þér bakið.... ekki misskilja hann greyið

knús tíl þín og vona brunin fari að jafna sig.... (mín brann á vinstri hlið eins og hún legur sig því ég gleymdi mér við prjónaskap og þungar hugsanir úti á svölum, he he nú er ég eins og homeblest kaka góð báðu megin HA HA HA )....

Ásta Lóa (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 01:19

8 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Það mætti sem sagt kalla þessa mynd "Fingraför"

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 12.7.2008 kl. 08:10

9 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Mannfýlan!

Soffía Valdimarsdóttir, 12.7.2008 kl. 09:26

10 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Reikna

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 12.7.2008 kl. 12:32

11 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

með að lyktin af honum finnist alla leið í Borgarhraunið

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 12.7.2008 kl. 12:33

12 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þú tekur nú kallgreyið inn á meðan það rignir

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.7.2008 kl. 14:48

13 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Högni, hann getur sko bara tjaldað ef honum líkar ekki rigningin 

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 13.7.2008 kl. 16:01

14 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Enn bílskúrinn, ég fæ alltaf að velja hvort ég vilji vera úti eða í skúrnum.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.7.2008 kl. 16:15

15 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þar er kalufdýrið með kærustuna sína

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 13.7.2008 kl. 16:16

16 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ókey, ég sæki hann þegar þú ert sofnuð og leyfi hinum að vera með mér í skúrnum.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.7.2008 kl. 17:26

17 identicon

Þið eruð yndisleg hehehehehehe..............:)

Lóa Ingibergs (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 03:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband