Frúin í frí með Frímanni
14.7.2008 | 09:39
Já dagur eitt í sumarfríi hjá mér, það tekur mig alltaf viku að gíra mig úr vinnunni og átta mig á að ég sé komin í frí
Um helgina sá ég aum á Frímanni úti á palli, þar sem fór að rigna, svo ég hleypti honum inn og ekki nóg með það heldur fórum við í IKEA Frímann fann þessar fínu hillur undir vínylplötusafnið sitt og setti þær saman án þess að ein skrúfa yrði eftir
Vinylplöturnar voru búnar að vera á hálfgerðum hrakhólum eftir jarðskjálftann og mér til mikillar gleði eru þær búnar að vera á víða og dreif um svefniherbergið en nú er búið að flokka, raða og gera þær aðgengilegri
En í fríinu við förum í langþráða fullorðinsferð með slembru og húsbandinu hennar til Færeyja á Ólavsvöku en eitthvað skemmtilegt ætlum við nú að gera með gulldrengnum áður en við förum, látum veður ráða hvað og hvert verður farið
En ég er farin í Laugaskarð
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já lífið er yndislegt og fríið líka
Knús á fríið þitt essgan.
JEG, 14.7.2008 kl. 10:02
Jæja ég svaf hálfílla í nótt því að ég fann "Frímann" ekki á pallinum og tók þá strikið á barinn og ekki var hann þar en ég hinkraði þar um nokkra stund eða nógu lengi til að gleyma því hvað ég var að gera þar, en þegar ég lagðist til svefns, í skúrnum, mundi ég afhverju ég fór á stjá og fór aftur af stað en byrjaði á hinum endanum núna og fann svo ekki húsið ykkar. Enn úr því að hann er kominn á hús og fær í þokkabót að fara með til Færeyja, sný ég mér bara á hina og sef úr mér "ábyrgðartiilfinninguna".
Hafið það gott í fríinu.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 14.7.2008 kl. 12:21
Þetta hefur nú verið ljóta martröðin Högni. Svipuð og mín: Var í Kaupmannahöfn í þrumuveðri í gulum kastala og fylgdist með í skelfingu hvernig rjómagulur fólksvagn (oftast kallaður Bjalla) hrapaði í átt til jarðar þrátt fyrir djarflegar björgunartilraunir tveggja svifflugvéla.
O já! Guð minn góður hvað ég hlakka til að fara í frí Hulda - þú verður að lofa að reyna að hafa einhvern hemil á mér fyrsta sólarhringinn svo ég snappi ekki bara.................
Soffía Valdimarsdóttir, 14.7.2008 kl. 12:29
Takk JEG
Og Högni og Fía ég vissi að það myndi leysa vandamál bæjarbúa að taka Frímann inn.
Hálfömurlegt að hafa hann kúrandi aleinan úti á palli fyrir allra augum (ekki fögur sjón svo hann er betur geymdur inni, ykkar vegna)
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 14.7.2008 kl. 12:36
Ekki ætla ég nú að taka undir það Hulda að Hannes sé ófagur en meðferðin á honum er vel sjáanleg þegar hann er látinn sofa á pallinum og ekki gott afspurnar svo það er rétt af þér að hafa hann innandyra á nóttunni svo hann verði ekki tekinn af þér.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 14.7.2008 kl. 20:38
Hafðu það gott í fríinu og njóttu þess að vera i fríi.....
Ásta Lóa (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 01:55
Hehehe gott að Frímann er komin í gott skjól og fyrirgefinn. O hvað ég öfunda ykkur sem eruð í fríi. Ég er alveg á fullri ferð, kemst samt í viku burtu í ágúst, þá ætla ég með alla fjölskylduna í sumarbústað í ´Flókalundi. Þá ætla ég að slaka vel á. Knús á þig Hulda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.7.2008 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.