Rauða hverfið

Nú líður að blómstrandi dögum hér í bæ og þetta árið er hverfunum skipt niður í bláa, bleika og rauða hverfið. Við hér í hillabillys erum í rauða hverfinu sem segir okkur að nú málum við bæinn rauðann eða förum bara upp á loft og sækjum jólaskrautið Tounge eða er ég kannski að misskilja þetta allt saman????????

bleikt og blátt

eða rauða hverfið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott kvöld; Hulda !

Það væri svo sem; að bera í bakkafullan lækinn, að nefna þessa ''hátíðar'' nefnu, Hulda mín.

Og það; í bæjarfélagi, hvar þjónustustig er lægra, en það hefir verið hér, fyrir 20 - 30 árum, a.m.k. Það er helvíti rart, Hulda, að þurfa að aka, í önnur pláss, eftir einföldum nauðsynjum (Þorlákshöfn 2 x 20km., og Selfoss 2 x 13km.), hverjar oftlega fengust í Hverakaupum sálugu, ef ekki var/er fáanlegt, í stóreldhúsa þjónustu Bónuss, og,............ einnig, skuli bæjarstjórnar nefnan voga sér, að hækka, kerfisbundið, á okkur fasteignagjöldin, ár hvert.

Megi fjandinn hossa þessu ''hátíðar'' liði, ég er ekki í já-kórnum, Hulda mín.

Flutti hingað; síðsumars,, árið 1983, með foreldrum mínum, og hefi búið hér síðan, þá var Hveragerði gersneytt því vaxandi snobbi, sem farið er að örla á, hér í bæ, sýnist mér, seinni misserin.

Svo; þekkið þið Hannes ''driftina'', persónulega, í Klettahlíðinni, í öllum verklegum framkvæmdum.

Er ekki orðið tímabært; að Ólafur Áki, og hans slekti, í Þorlákshöfn, taki yfirstjórnina, í sínar hendur ? Að minnsta kosti, er verzlunarþjónusta, niður í Höfn, mun nútímalegri, en hér í bæ.

Með beztu kveðjum, úr vesturbænum /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 23:49

2 identicon

Og, meðan ég man. Til hamingju; með þann 6. VIII., s.l., kæru hjón !

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 23:53

3 Smámynd: JEG

Hver gerði Gerði grikk í sumar????

Innlitskvitt mín kæra og knús og kveðja úr sveitinni.

JEG, 8.8.2008 kl. 00:02

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Mér lýst vel á þetta og þið bæði málið bæinn rauðann og setjið upp jólaskrautið enda farið að rökkva.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.8.2008 kl. 00:06

5 identicon

Þetta er ótrúlega sniðugt. Það er búið að vera svona hverfaskipt (rautt, blátt, grænt og gult) núna í nokkur ár á Grundarfirði (Á góðri stund) og þetta býr til rosa skemmtilega stemmingu í bænum.

Ég ætla að reyna að kíkja á Blómstrandi daga þetta árið. Hef ekki komist nokkuð lengi. 

Bryndís R (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 09:06

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góða skemmtun og knús á þig Hulda mín. Bleik, blá og rauð

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.8.2008 kl. 21:34

7 identicon

Híhí.. góða skemmtun, og ps, ég skilaði kveðjunni..

Guðrún B. (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 23:05

8 identicon

Til hamingju með leðrið.Í fyrra var hverfunum hér í fyrsta skiptið skipt niður í liti ,við erum í blá hverfinu.Þetta er bæjarhátiðin í túninu heima.Hátiðin hefur fengið fastann sess,höfum við reynt að taka þátt í einhverju af öllu sem er í boði.Þið úr Hveragerði hafið meir að segja komið og verið með á brennuni með okkur.Í Ullarnesbrekkum og hitt ættingja og vini,Þetta hefur  verið góð stemming.Einnig hefur verið hvatt til að göturnar grilli saman,svona götugrill.En þar sem við fluttum í fyrra úr Lindarbyggð yfir í Reykjabyggð var engin stemming hér í Reykjabyggðinni að halda svona.En við grilluðum með gömlu nágrönnum okkar úr Lindarbyggðini nokkru áður og það var mjög gaman.Þetta myndar alveg sérstaka stemmingu.Kv Stóra sys.

Linda Björk Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 12:17

9 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Skemmtilegt að hugsa í litum

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 11.8.2008 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband