Engin gleðiganga
11.8.2008 | 13:43
Búin að vera með gulldrenginn á fótboltamóti á Selfossi alla helgina og ég verð að segja að það var engin gleðiganga hjá drengjunum.....hvert tapið á fætur öðru, en það var ekki eins og að þeir hafi barist af öllum sínum kröftum, hinir voru einfaldlega betri já og einhver verður að tapa. Æ þessi grey gera sér alltaf svo miklar vonir

Baráttan um boltann
En eitt verð ég að segja nágrönnum mínum á Selfossi til hróss, mótið tókst frábærlega vel hnökralaust enda öll aðstaða til fyrirmyndar. Lagt var í öll smáatriði eins og t.d. nöfnin á völlunum
Þrátt fyrir lélegt gengi brostu þessar elskur út af eyrum og höfðu gaman af að spila fótbolta í góðu veðri, góðum aðstæðum og frábærum félagsskap 

Fórum svo í gærkvöldi í veðurblíðunni í fjöruna við Ölfusárósa
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æj það er nú alltaf skemmtilegra þegar vel gengur sko.
Eigðu ljúfan dag og kveðja úr sveitinni.
JEG, 11.8.2008 kl. 14:13
Maður verður svo leiður fyrir þeirra hönd þegar þeim gengur ekki vel. En það gengur bara betur næst
Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 15:00
Já hann gengur misjafnlega þessi bolti en þeir virðast ekki gefast upp við mótlætið og það er fyrir öllu kannski.
Gengur betur næst - hlakka allavega til að fá ykkur upp í 4 flokk - það verð ég að segja.
Soffía Valdimarsdóttir, 11.8.2008 kl. 15:06
Sæl og blessuð
Þið Snorri hittust víst á mótinu. Nú skil ég þennan mikla áhuga á Mosó, hann hefur verið heilaþveginn þegar þú varst að passa hann. Hann vill hvergi annarsstaðar vera(:
Kveðja frá Flúðum
Ingibjörg Bjarney Baldursdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 17:11
Þakka ykkur stelpur, já mömmuhjartað á jafn bágt og grengurinn
Heil og sæl Ingibjörg, já gaman að hitta Snorra fannst vænt um að hann myndi eftir mér, og maður laumar nú ýmsu inn á þessi blessuð börn
en ætli það sé ekki áhugi á einhverju öðru en fornum frægðarsögum frá mér 
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 11.8.2008 kl. 17:34
vona að það gangi betur næst
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 11.8.2008 kl. 17:43
Hulda mín ég er sannfærð um það að allar heimsins orður blikna hjá því að vera Gulldrengurinn hennar móður sinnar. Hvað er yndislegra en það ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2008 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.