Færð þú frunsu?
19.8.2008 | 09:12
Ég fæ og það er á þína ábyrgð hvort þú lest meira af þessari færslu !!!!
Ég fæ þennan andskota nokkrum sinnum á ári og hefur mér gengið bærilega að halda óbjóðnum í skefjum með hjálp lyfjafyrirtækjana, þó sér í lagi kreminu sem ég fann í París, þegar óbjóðurinn réðist á mig þar.
En á svona tveggja ára fresti brýst óbjóðurinn þannig út að það er sama hvaða lyfjafyrirtæki ég styrki það heldur honum ekkert í skefjum, ekki nóg með að hann ráðist á efri vör mína heldur leggst hann á alla eitla, svo úr verður að í gær leit ég út eins og fílamaðurinn og ekki fólki bjóðandi að horfa á mig en í dag er ég meira svona Andrés Önd með hettusótt
Ef þú ert ein/n af þeim sem hefur treyst þér í lesa þetta, hefur átt við þetta vandamál að stríða eða heyrt af töfralausn til að losna við þennan líka óbjóð er þér óhætt að kvitta.
P.S. Ákvað að birta ekki mynd þar sem bæði börn og viðkvæmir eru á alnetinu !!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:18 | Facebook
Athugasemdir
Hef ekki fengið þennan óbjóð nokkurn tímann á lífsleiðinni, en orðið vitni af slíku og þú átt alla mína samúð. Hef enga lausn á vandanum an vildi láta skína í samúð mína Hulda. Gangi þér sem best með þennan fjanda.
Guðmundur Erlingsson (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 10:52
Harma það Gummi minn að þú hafir þurft að verða vitni af þessum óbjóð en þakka samúðarkveðjurnar
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 19.8.2008 kl. 11:04
Veistu, merkilegt nokk þá fékk ég svona skrípi einmitt núna síðastliðinn föstudag í annað skipti á ævinni. Reyndar bara pínulítið og eiginlega á innanverða vörina þannig að hún sást nánast ekki og er farin.
Ég kann engin ráð en skal gægjast í skræðurnar mínar og gá hvort ekki má leysa þetta t.d. með 3 ára gömlum músaskít sem geymdur hefur verið í pung úr sútuðu skinni af minkatyppi eða einhverju álíka. það ku vera til ráð við öllu sjáðu - bara spurning um að leita.
Soffía Valdimarsdóttir, 19.8.2008 kl. 11:56
Ég á það til að fá þetta í tíma og ótíma en þó fer það erftir árstíma - hita og rakastigi. Næli mér einna helst í þetta þegar ég skrepp suður og það er mikill munur á veðri og hita þar og hér. Nú svo er líka eins og það sé bara í loftinu. En eitt sinn furnsa og þú færð hana aftur. En ég hef nú ekki orði mjög slæm nema kannski 2-3 x og þá varð ég ekki ósvipuð þessari lýsingu þinni.
Töfralausn ....nei ekki til held ég.
Knús og klemm úr sveitinni.
JEG, 19.8.2008 kl. 12:18
Soffía þetta hljómar bara mjög vel
Jeg úr made in sveitin: já það er stundum eins og þetta sé í loftinu
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 19.8.2008 kl. 12:21
Hef heyrt það að fólk geti fengið töflur hjá lækni við þessu gangi þér annars vel.
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 19.8.2008 kl. 13:51
Sæl Hulda!
Já, ég fæ einmitt líka frunsu og hef því miður ekki fundið neitt sem virkar almennilega á þær. Gamli hermannavarasalvinn sem ég fékk hjá ömmu og afa virkaði alltaf vel (eitthvað sem þau fengu í USA fyrir mörgum herrans árum) en þær gömlu birgðir eru löngu búnar...
Annars er ótrúlega fyndið að þú hafir rekist á bloggið mitt eftir að hafa hitt mig í Fuglafirði daginn sem við hjónakornin fluttum þangað. Þér er velkomið að fylgjast með mér gegnum bloggið. Sé að þú býrð í Hveragerði, en Mallý (Mjallhvít Magnúsdóttir) er einmitt systir pabba og því á ég nokkur frændsystkini sem búa þar...
Skemmtilega lítið land, hehe...
Kv. Sólrún Ásta Færeyingur
Sólrún Ásta (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 16:00
Æ heimurinn er svo lítill Sólrún, jú ég þekki Önnu Maríu við vinnum á sama stað.
Gangi þér vel í Færeyjum og það verður gaman að fylgjast með þér
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 19.8.2008 kl. 16:12
Ég kannast ekki við þetta vandamál, en ég er að hugsa um að kíkja í Klettahlíðina á næstu dögum. Þó ekki væri nema til að tékka á því hvernig Andrés Önd með hettusótt lítur út .
Heimir Eyvindarson, 20.8.2008 kl. 00:51
Sú var tíðin að þessi fjandi hrjáði mig ótt og títt, þangað til ég fann upp á að hafa nánast dag og nótt Blistex (smyrsl í bleikum boxum) innan seilingar og smyrja því á mig um leið og ég fann fyrsta fiðringinn. En ef fjandinn er sestur að hjá manni með tilheyrandi sárum og vessum dugði mér ekkert annað en kamfórudropar. Því miður fást þeir ekki lengur. En það er til eitthvað frá Gamla apótekinu sem heitir svona sirkabát Kælandi dropar og er að mestu leyti kamfórudropar og dugar bara nokkuð vel líka.
Óska þér góðs bata.
Sigurður Hreiðar, 20.8.2008 kl. 11:45
Æ elsku dúllan mín, ekki er nú gott að lita út eins og fílamaðurinn eða einhvað álíka. Ég vildi óska að ég hefði miljón góð ráð handa þer eða bara eitt sem virkar örugglega... en því miður þetta er einhvað sem ekki hefur komið í heimsókn til mín síðan sumarið 1976 og var þá rekið út með styrk við lyfjafyrirtækjum hér í landi... en ekki spurja hvaða lyf var notað ég var bara gelgja þegar þetta var og hef ekki grænan hvað gamla notaði...
gangi þér annars vel í þessu
Ásta L'oa (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 22:37
mín reynsla er því miður sú að ef þessi fjandi vill koma þá kemur hann. Ef ég reyni eitthvað að stoppa útbreiðslu þá færir fiðringurinn sig til eins og loftbóla í vatni sem reynir að komast upp á yfirborðið. Eltingaleikurinn endar svo undantekningarlaust með flugeldasýningu sem nær langt út á andlit. Það er semsagt eins og mín kvikindi hafi sjálfstæðan vilja og séu hefnigjörn í ofanálag. Nú er ég bara farin að leyfa þessum skratta að springa út og set allan minn kraft í rústabjörgunina sem fylgir í kjölfarið með ýmsum græðandi smyrslum.
Gangi þér vel Andrésína
kv, Anna Erla
Anna Erla (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.