Það ber að lofa

það sem vel er gert. Þess vegna ætla ég að lofa alla þá sem stóðu á bak við að gera blómstrandi daga eins skemmtilega og glæsilega og raun bar Wink

Litaþemað var snilld og skapaði skemmtilega stemmingu á meðal íbúana og gerði okkur að meiri þátttakendum Wink fleiri liti næst

Minningatónleikarnir um Bergþóru Árna, afburðartónlistarfólk sem þar voru að verki, hefði reyndar vilja sjá þá annarstaðar eins og t.d. í kirkjunni, hugsa að ég hefði notið þeirra betur þar sem mikill kliður myndaðist í íþróttahúsinu Wink Eitthvað sem við getum lært af.

Veðrið var með okkur í liði sem venjulega Cool 

Brennan, brekkusöngurinn og auðvitað klikka ekki neyðarkallaranir á flugeldasýningunni Smile

Takk fyrir mig og mína Smile

Þetta eru nú engir neyðarkallar heldur aðaltöffararnir Cool

DSC01236


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég þarf endilega að kíkja á þetta fyrirbæri þegar ég kem til Íslands næst á þessum tíma.

Bestu kveðjur úr Klettaborg.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 21:57

2 Smámynd: JEG

Já maður þarf að fara að kíkja í Verahvergi.  Mágkona mín býr þar ásamt familý.  Og maður þarf að kíkja einhverntíman.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 20.8.2008 kl. 22:34

3 identicon

Tek heilshugar undir með þér Hulda. Fólkið sem að þessu stóð mikið hrós skilið og ég tala ekki um máttinn sem það hefur með því að tala um fyrir veðurguðunum.

Takk

Guðmundur Erlingsson (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 08:14

4 identicon

  Hæ hulda!   Ég er innilega sammála þér, "Blómstrandi dagar" heppnuðust mjög vel.  Allt mjög vel skipulagt og undirbúið og greinilegt að viss þróun hefur átt sér stað.  Litaskiptingin var bara skemmtileg og stuðlaði að samstöðu í hverfunum. En það er áhyggjuefni að Garðurinn stefnir í að verða of lítill, fyrir allt þetta fólk, þ.e.a.s. svo allir geti notið sín.  Flugeldasýningin var stórkostleg.  Við vorum með gest frá Danmörku, hann var yfir sig hrifinn, sérstaklega að sjá að allir tóku þátt, (ekkert kynslóðabil)

Kveðja   Stationary BikeB.P. 





Björk. (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 14:20

5 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Þetta var æði, svolítið stórt í sniðum núna en bara æði! Takk fyrir mig og mína þið sem eigið það.

Soffía Valdimarsdóttir, 21.8.2008 kl. 15:43

6 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Já kannski eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af STÆRÐIN !!!

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 21.8.2008 kl. 16:38

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nú er ég ekki viss, en er stækkun garðsins ekki til umræðu?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.8.2008 kl. 20:15

8 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Hefurðu heyrt það Högni?

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 21.8.2008 kl. 23:05

9 Smámynd: Kittý Sveins

Mín hugmyn er að skella þessu í brekkuna við fótboltavöllin.. það er allveg hægt að hafa það þannig að fólk fari ekki inn á völlinn.. sjáiði þjóðhátíð.. þar eru 15.000 manns og enginn fer inn til Árna Johnsen !!!

Að ári vil ég sjá brekkusöngin í hamrinum :)

Kittý Sveins, 22.8.2008 kl. 11:30

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég held að ég hafi heyrt um það að einhverjar hugmyndir séu um aðgerðir við garðinn til að hægt sé að nota hann oftar, hann er oft blautur í botninn og þannig lagað viðkvæmur og jú hann er of lítill.

Kitty, ekki minnast á þessa staðsetningu íþróttasvæðis sem er staðsett á þeim stað sem allataf er rok og einginn í Hveragerði nennir að fara þangað nema keyrandi utan nokkra einstaklinga búandi í Varmá og þar í kring.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.8.2008 kl. 19:02

11 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Held að Kittý eigi við fótboltavöllin hjá ullarþvottastöðinni, sem sagt undir hamrinum, ekki rétt Kittý?

Það er nú alls ekki svo slæm hugmynd

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.8.2008 kl. 01:20

12 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er sáttur við það, það er góð hugmynd.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.8.2008 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband