Hugleiðingar konu að kvöldi dags
19.11.2008 | 22:42
hef ekkert verið mikið að tjá um efnahagsmálin á landinu góða. Hef reyndar hlustað í rúman mánuð á stjórnamálamenn, bankastjóra, hagfræðinga og Íslendinga almennt. Get túlkað orð þeirra eins og mér sýnist, ég get hreinlega valið á hvern ég vill hlusta.
Öll vitum við nú að einhverjum er um að kenna...... og fyrr eða síðar verður sá eða sú vonandi settur á bak við lás og slá. Eða ef þetta eru mjög margir einstaklingar þá er hægt að koma þeim fyrir út í Vestmannaeyjum og segja þeim að byrja að grafa sig í land (því ekki eru til peningar til að endurnýja ferjuna).
Verum ekki hluti af vandamálinu, heldur heild af lausninni.
En hvað verður í framtíðinni?????????????????
Hvert stefnum við ?????????????????
Íslendingar mótmæla, skil það reyndar mjög vel, viljum kosningar?
Segjum sem svo að allir ráðamenn fari leið Guðna Ágústssonar dö það er óábyrgt. Kjósum við nú, þá verða bara sömu Leppalúðarnir og sömu Grýlurnar í boði, ég vil ekki sama grautinn í annari skál, NEI TAKK.
Held að þjóðfélagið þurfi smá tíma svo ég tali nú ekki um að fá að vita í raun og veru hvað gerðist, átti sig, stofni ný stjórnamálaöfl og fái nýtt fólk með prinsipp og bein í nefinu til þess að standa og falla með orðum og gjörðum sínum.
Við hrópum og viljum inn í Evróðusambandið, eins og ég hef skilið er það þá ekki hluti af þessum EES klausureglugerðasamning sem gerði það að verkum að við þurftum að standa á bak við Ísbjargarreikningana ????? Sem reyndar gerir það líka að verkum að við megum bara hafa áramótabrennuna svona stóra og hún má bara loga frá 2-14.
Er ekki lýðræðinu og sjálfstæði okkar,sem menn börðust fyrir farið fyrir lítið, er kannski til önnur og betri leið en ESB???
Krónan langt síðan ég sagði að best væri að taka hér upp danska krónu.
En er ég kannski búin að taka þátt í að fella hana.
Tók ég lán í erlendri mynt?
Fór ég til útlanda og verslaði eins og moðerfokker?
Keypti ég eurosopper kex í staðin fyrir Frón?
Af því að ég vissi ekki betur. ÞAÐ VAR SAGT MÉR AÐ ÞAÐ VÆRI ALLT Í LAGI !!!!!!!!!
Af öllum þeim gráðufræðingum sem hafa tjáð sig hefur engin komið fram og sagt, þetta er það besta sem hægt er að gera í stöðunni, við erum á réttri leið, það væri best að gera svona í staðin fyrir hinsegin.
Ég vil ekki kjósa fyrr en við, við fólkið í þessu litla landi vitum hvað við viljum og hvert við viljum fara, fá að skoða og meta það sem í boði er og fleiri en einn kost, þá höfum við val.
P.S.
Reyndar hef ég alltaf gælt við þá hugmynd að Færeyingar og Íslendingar ættu að ganga í eina sæng, ekki bara vegna einlægrar ástar minnar á því samfélagi, heldur að með þeim eigum við svo margt sameiginlegt.
Svei mér ef mér líður ekki bara betur
Góða nótt
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já þetta er grínlaust.
Óttast að hæft fólk fari ekki fram í þessu árferði.
Soffía Valdimarsdóttir, 19.11.2008 kl. 23:06
Einlægni og hreinskiptni er dyggð.
Þú ert einlæg og skemmtileg.
Bestu kveðjur úr gömlu sveitinni þinni frá Kalla Tomm.
P.s. Takk fyrir allar skemmtilegu heimsóknirnar til mín kæra Hulda Bergrós. Bið að heilsa öllu þínu góða fólki.
Karl Tómasson, 20.11.2008 kl. 00:28
Elsku Hulda, ég er þér svo hjartanlega sammála. Til hvers að standa "úti á túni" og garga ef þú veist ekki einu sinni á hvað. BARA EKKI ÞETTA. huh.
Þá er ég sammála því að jafna ástandið núna gera eins og ég get gert til að halda hjólum atvinnulífsins í gangi, EKKI spara, kaupa allt sem mig vantar og get keypt af íslendingum. Held að flestir þessara 300.000 ísl eigi einhvern part í þeirri þróun sem orðin er. Kjósum svo þegar þetta er komið á hreint - að gera eitthvað í reiði skilar aldrei góðum árangri. Jöfnum okkur og sjáum hvert vandamálið raunverulega ER.
Knúúúús á ykkur öll
Eygló Kr (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 09:25
Flottur pistill hjá húsmóðurinni. Ég get skrifað upp á megnið af honum, ekki síst með að ganga í eina sæng með Færeyingum. Því hef ég löngum haldið fram sjálfur -- men der skal to til, eins og sagt er. Kannski skal tre til, því Danir þykjast eiga Færeyinga og vilja víst hafa eitthvað um málið að segja. Nema við Íslendingar skríðum upp í hjá Margréti Danadrottningu aftur.
Og takk fyrir að nota ísbjörgu í staðin fyrir æsseif.
Sigurður Hreiðar, 20.11.2008 kl. 12:38
Grínlaust er þetta gott fólk, en Sigurðu ég vill heldur nota titilinn heimilsfræðingur
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 21.11.2008 kl. 15:59
Já ég held að þú túlkir þarna hugsanir margra. Skiljanlega er traustið fokið á stjórnmálamönnum. Og það þarf tíma til að skipta um fólk, eða sanna sig ella. Þess vegna teldi ég að það ætti að fá utanþingsstjórn fram á vorið, og svo kosningar eftir það. Þegar rykið er sest, og menn sjá út. Sjá hvað er raunverulega að gerast, og sökudólgarnir vonandi bak við lás og slá.
En það er margt gott fólk á þingi, þó það hafi ekki heyrt mikið í þeim, annað hvort af því að það var ekki hlustað á þau, þau hafa ekki fengið inni í fjölmiðlum, eða hreinlega ekki áttað sig á hvað var að gerast.
Við skulum ekki fyllast vonleysi. Heldur bíta í skjaldarrendurnar og fara að berja frá okkur, það er réttur okkar að verjast þegar ráðist er að lífskjörum okkar, fjölskyldu og nánasta umhverfi. Knús á þig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2008 kl. 16:42
Ég stend úti á túni og arga gegn þessu fjandans óréttlæti og skorti á lýðræði og get ekki annað í stöðunni..og ég tek undir með þér Hulda að það þarf að gefa tíma fyrir nýtt fólk til að koma fram með nýjar lausnir, nýtt gildismat og nýjar leiðir...við þurfum utanþingsstjórn núna og svo alvöru kosningar í vor. Það eru sem betur fer fjölmargir hópar að vinnu um allt land að vinna að þessari nýju hugmyndafræði...fyrir Nýtt Ísland sem vonandi byggist upp án spillingar og endalausra krosstengsla. Því miður eru engar rannsóknir farnar í gang og gamla glæpagengið komið a fullt enn einn hringinn og enginn spyrnir við fótum. Hvernig getur fólk horft upp á þetta án þess að æmta eða skræmta?? Það verður fróðlegt að sjá hversu margir ráðamenn ogalþingismenn munu mæta á Borgarfundinn í Háskólabíói í kvöld til að hlusta á fólkið sitt og svara þeirra spurningum. Hún verður æpandi fjarvera þeirra sem ekki mæta..merkti stóllinn þeirra auður og segir það sem segja þarf fyrir viðkomandi. Og svo verð ég hreinlega reið þegar fólk gerir litið úr mótmælendum...og kallar það gargandi skríl úti á túni sem veit ekkert í sinn haus. Kröfurnar eru mjög skýrar. Við viljum fá að hafa okkar að segja um framhaldið..við viljum raunverulegt lýðræði og að ráðamenn átti sig á að valdið er okkar..ekki þeirra. Og þeim ber að hlusta á fólkið í landinu og vilja þess um framtíðina og næstu kynslóða og hreinlega að víkja vegna þess að við treystum þeim ekki lengur til að standa vörð um okkur.
Og endilega kíktu svo í kaffi næst þegar þú ert á ferðinni Hulda mín.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.11.2008 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.