Aðventan
30.11.2008 | 10:46
Undanfarin tvö ár, á þessum árstíma, hefur borðstofuborðið mitt verið undirlagt af skólabókum því jú þetta er tími prófa.
En í ár er saumavélin á borðstofuborðinu og eitt og annað föndurdót. Þökk sé starfsnáminu þá þarf ég ekki að taka próf þessa önnina í staðin get ég notið uppáhaldsárstímans, aðventunnar og þó hún hefjist í dag er ég sko byrjuð að njóta hennar
Fórum á jólhlaðborð á föstudagskvöldið með RARIK, nýju vinnu rafvirkjans, það var bara ljúft og svo taka öll afmælin við, margir sem eiga stórafmæli í desember
Klaufdýrið og kærastan eru búin að vera fyrir vestan á slóðum Hveragerðisnýlendunnar Reykhólum, hafa tekið ákvörðun um að flytja þangað um áramót. Klaufdýrið er reyndar búin að vera í smá vinnu þar og tókst honum að slasa sig ekki alvarlega en þó nóg til þess að vita á svona stað er betra að slasa sig bara á þriðjudögum og fimmtudögum því þá er læknirinn við en hjúkkunni á elliheimilinu tókst að líma hann saman
Nú gulldrengurinn er alltaf að læra eitthvað nýtt og nú síðast lærði hann að gera bindishnút, því herramenn þurfa að kunna það þegar þeir eru að klæða sig upp
En elskurnar mínar njótiði nú aðventunnar í ró og næði og þau ykkar sem eruð að fara í próf, tjutju gangi ykkur vel, knús í hús
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:51 | Facebook
Athugasemdir
Já svo klaufdýrið er að verða "nágranni" minn eða þannig.... Skil þig vel að njóta þess að taka jólin og aðventuna stresslaust. Það er nauðsyn að geta það. Kveðja úr Hrútósveitó
JEG, 30.11.2008 kl. 10:52
Þú ert ekki að grínast, var drengurinn að slasa sig? Ekki mikið þó?
Æ já fjandans fyrsti í aðventu er í dag - hvar ætli aðventukransinn minn sé.........
En annars bara til hamingju með að vera ekki í prófum!
Soffía Valdimarsdóttir, 30.11.2008 kl. 11:46
Æ hann skar sig, en það rétt slapp að líma drenginn saman í þetta skiptið
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 30.11.2008 kl. 12:26
jæja það var nú gott
Skrýtið þegar þetta fer svona að heiman og maður hættir að kyssa á bágtið og allt það.....
Soffía Valdimarsdóttir, 30.11.2008 kl. 12:41
Aðventukveðja - jú jú kúturinn náði "smá" skurði og gerði frænku viðvart - hún þarf að hafa þessi helstu slysatæki við höndina - fór á listann að bæta við plástrasafnið og fá grisjur o.fl. En jú svo verður hann að passa dagana - læknir á mánudögum, heilsugæslan opin e.h. á fimmtudögum og svo er það hjúkkan þess á milli.
Ég hlakka til að fá þau skötuhjú hingað til mín og mun gera mitt besta til að þau geti átt góðan tíma í sveitinni minni með okkur.
Knúúúúss á mannskapinn.
Eygló Kr. (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 23:14
Get ekki annað sagt en að ég eigi eftir að sakna klaufdýrsins og spússu hans..
En ég er líka farin að njóta aðventurnar :)
Kittý Sveins, 2.12.2008 kl. 12:56
Æ hvað ég öfunda þig að þurfa ekki að standa í próflestri
Heimir Eyvindarson, 3.12.2008 kl. 23:39
Ókey, kann Hannes að binda bindishnút eða stilltirðu þeim svona upp?
JEG!! Eru Hrútafjörður og Reykhólar nágrannasveitir?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.12.2008 kl. 22:41
Bestu kveðjur til allra. :-) Strákurinn spjarar sig. Anita mín er á leið til OSLO. Jesus kvað maður verður worry.
Guðmundur Erlingsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.