Smá tregi í dag
3.1.2009 | 20:24
Ungarnir yfirgáfu hreiðrið í morgun.
Já klukkan tíu í morgun fóru þau af stað með fullan sendibíl og góða vini í farteskinu, til aðstoðar og ég verð að segja ég á eftir að sakna þeirra alveg svakalega.
Síðast fluttu þau innan bæjarmarkana, fékk þá reglulega að heyra hurðaskelli klaufdýrsins, en núna fóru þau alla leið vestur á Reykhóla og við sjáum þau ekki dögum saman, veður eitthvað skrítið.
En þetta er gangur lífsins veröldin brosir við þeim og þau við henni
gangi ykkur vel elskurnar mínar
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þau eru sæt saman, það á að banna að ungarnir flytji lengra enn út á horn.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.1.2009 kl. 00:49
Æ já
Soffía Valdimarsdóttir, 4.1.2009 kl. 12:59
Jú Hulda þessar stundir nálgast. Við erum einmitt að undirbúa brottför stóru heimasætunar í næstu viku og þá alla leið til Oslo. Snögtum saman en déskoti eru þetta dugleg börn sem við eigum.
Guðmundur Erlingsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 15:06
Já.. það má nú segja.. það sakna þeirra fleiri en bara þið :)
Kittý Sveins, 5.1.2009 kl. 13:42
Elsku Hulda mín en hvað ég skil þig. Ég missti mína til Austurríkir. En Reykhólar eru frábær staður, með þessa líka fínu sundlaug og fallega náttúru. Kærleikskveðja til þín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2009 kl. 13:49
Elsku englar - til hamingju með rafvirkjann í dag.
knúslur úr sveitinni.
Eygló Kr (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 14:41
Upps ... ég fæ sting í magan... það er nefnilega verið að undirbúa múttuna fyrir fluttningi til kanada... en ég hef enn ár því tengdasonurinn er búin að sækja um þar og á víst ekki í vandræðum með inngöngu... það er svona þegar menn fara ekki undir 9,5 i meðaleinkunn... honum var allavega tjáð að hafa engar áhyggjur..... svo nú er það ég sem hef áhyggjur að dóttirinn missi af mömmu sinni :)
Ásta Lóa (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.