Á síðustu

og verstu tímum eða á meðan ný stjórn hefur verið að myndast höfum við í Klettahlíðinni verið að dunda eitt og annað.

Gulldrengurinn er nánast komin með annað lögheimili í Bláfjöll, rafvirkinn er búin að púsla og ég sem ekki kemst á þjóðbúninganámskeið (upppantað, biðlisti) hef verið með eitthvað á prjónunum sem .................................... kemur í ljós!!!

En veðrið hefur verið yndislegt síðustu viku nánast svona upp á hvern dag

Klaufdýrið mitt hefur grátið snjóinn á suðurlandi en fékk snjóinn sinn í gær, sem varð til þess að hann frestaði komu sinni um þessa helgi og lætur ekki sjá sig fyrr en um miðjan febrúar. Það er snjósleðinn sem gengur fyrir en ekki mamma W00t

En í morgun mátti ég kúra aðeins lengur, átti að mæta í skólann, svo ég sparkaði rafvirkjaræflinum fram úr þegar klukkan hringdi og hann dröslaðist út með gulldrenginn, þeir voru varla farnir þegar ég heyrði í þeim hérna inni aftur........................ég stökk fram úr og spurði hvort ekki væri allt í lagi..

Jú klukkan er bara 10 mínútur í sjö Sleeping

Kom vel á vondann, þar sem rafvirkinn hafði verið að vesenast í rafmagninu hér í gær með þeim afleiðingum að það sló út og gerði það að verkum að ég stillti verkjaraklukkuna klukkutíma of fljóta, en enginn er verri þó að hann vakni snemma Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Þú mannst að taka með þér prjónana í kvöld - spennandi!

Já og rafvirkjann ef hann geturhaldið sér vakandi. Þetta er auðvitað alveg svívirðileg fótaferð!

Soffía Valdimarsdóttir, 31.1.2009 kl. 10:43

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu að þetta hefur komið fyrir mig líka hahahahaha... en það er líka notalegt að geta lagt sig aftur.  Snjórinn er góður og Bláfjöll og önnur fjöll eru æði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2009 kl. 10:17

3 identicon

Njótið þess að hafa "klaufa"parið hjá ykkur nú um helgina - þeirra verður saknað úr sveitinni. 

Knúúúss á mannskapinn og sjáumst von bráðar.  Við verðum svo á ferðinni í kringum næstu helgi.

Eygló Kr (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband