Fagurgalahjal í hverju horni

Nú er kosningabaráttan hafin og allir keppast um eitthvað fagurgalahjal enn eina ferðina.

Enn eina ferðina á að bjóða okkur upp á sömu helvítis fokking loforðin, sem fyrnast á kosninganótt, almenningur ÆTLAR að glepja við þessu eina ferðina enn.

HVAÐ ER AÐ OKKUR almenningur búin að heimta breytingar, en erum ekki nokkru skárri en frambjóðendur, trúum þessu einu sinni enn.........

Eina vitið sem ég hef séð fram þessu er Borgarahreyfingin afskaplega einfalt við stöndum frammi fyrir vandamáli, það bera að leysa með því að snúa bökum saman ?????

Hef kosið ýmislegt um ævina allt frá Flokki Mannsins til Sjálfstæðisflokks allt þar á milli, já já hlægið þið bara ég hef nefnilega staðið í þeirri trú að atkvæði mitt skipti svo miklu máli !!!!

Það sem að alþingi átti að gera strax í haust var að snúa bökum saman og leysa vandamálin, en NEI þar er engin heilbrigð skynsemi, menn endalaust að ota sínum tota og hafa mestar áhyggjur af hver ráði.

Get ekki séð að þetta sé að breytast þrátt fyrir kosningar mitt atkvæði verður að öllum líkindum AUTT


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, maður skilar auðu í ár.

Tóti (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 17:12

2 Smámynd: Karl Tómasson

Mín kæra Linda.

Þetta er ekkert nýtt, allir bjóða upp á fagurgal, hvar sem í flokki standa. Nýjar hreyfingar einnig.

Úr því hanagali öllu þurfum við að velja fólk sem við treystum.

Bestu kveðjur til þín og alls þíns góða fólks frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 9.4.2009 kl. 00:08

3 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Ég treysti Guðfríði Lilju, Atla Gíslasyni og Steingrími J best af þeim sem eru í boði núna ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur.

Ég tel mig ekki hafa efni á að skila auðu þótt það sé vissulega freistandi.

Soffía Valdimarsdóttir, 9.4.2009 kl. 00:20

4 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Já Kalli minn, vonum að Linda systir lesi þetta

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 9.4.2009 kl. 08:56

5 Smámynd: JEG

JEG, 10.4.2009 kl. 21:53

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

http://dagskra.ruv.is/ras1/streymi/
 

viðtal sem allir ættu að hlusta á sem eru að velta fyrir sér hvað skuli kjósa...og ekki láta Draumalandið framhjá ykkur fara... bara verða allir að sjá þá mynd FYRIR kosningar!!!!

Knús í Hveró!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.4.2009 kl. 19:03

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hulda mín, svona hluti þarf maður bara að gera upp við sig og sína.  Það er best að hlusta ekki á fagurgala, og ef maður vill kjósa, þá er best að skoða hvað flokkarnir hafa fram að færa, hvaða mál þeir hafa lagt fram og svoleiðis en ekki hvað þeir lofa í kosningabaráttu.  Því það gleymist örskjótt eftir kosningar.  Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2009 kl. 11:43

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég stend með þér í að kjósa breytingar xO.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 14.4.2009 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband