Blóm í bæ
25.6.2009 | 13:41
Tekið af síðu Hveragerðisbæjar:
Þáttaka Hvergerðinga í sýningunni Blóm í bæ helgina 26. - 28. júní.
Kæru vinir !
Eins og allir ættu að vita stendur nú fyrir dyrum garðyrkju- og blómasýningin "Blóm í bæ" sem hefst hér í Hveragerði á föstudaginn.
Unnið hefur verið að undirbúningi sýningarinnar sleitulaust undanfarna daga en betur má ef duga skal.
Því vil ég nú biðla til allra Hvergerðinga um að taka virkan þátt í sýningunni og undirbúningi hennar.
Það er hægt að gera með ýmsum hætti:
1) Skila inn sólblóminu sem allir hafa annast af kostgæfni undanfarna mánuði. Verðlaun verða veitt fyrir hina ýmsu flokka stærsta, minnsta, furðulegasta ofl.
Skil eru annað kvöld, fimmtudag í íþróttahúsinu.
Muna að merkja blómið og ekki er verra að skreyta pottana til auka sigurlíkurnar.
2) Skreyta með frumlegum hætti innkeyrslur og hús, setja má blóm í stígvél, hjólbörurnar, mjólkurbrúsa, ekkert setur manni skorður nema hugmyndaflugið og nú gildir að hugsa út fyrir rammann :-)
Muna að veitt verða verðlaun fyrir hugmyndaauðgi þó heiðurinn einn og sér ætti að vera nægilegur flestum.
3) Þeir sem áhuga hafa á öflugri sjálfboðavinnu í tæpa tvo tíma eru beðnir um að mæta við Álnavörubúðina kl. 17 í dag, fimmtudag.
Það væri mjög gaman að geta með samhentu átaki ráðist á illgresi og reiti sem stungið hafa í augu en vinnuskólinn mun ekki ná að sinna á þessum stutta tíma sem nú er fram að sýningu.
Mæta með þau áhöld sem við viljum nota, hrífur, klippur, rafmagnsorf ofl.
4) Formleg setning sýningarinnar er á morgun, föstudag kl. 16 á sviði við íþróttahúsið. Á undan er ráðstefna um garðrækt á Garðyrkjuskólanum sem gaman er að byrja helgina á að sækja.
5) Njóta helgarinnar og alls þess sem boðið verður uppá í Hveragerði í blíðunni sem almættið hefur lofað okkur ;-)
Eins og allir ættu að vita stendur nú fyrir dyrum garðyrkju- og blómasýningin "Blóm í bæ" sem hefst hér í Hveragerði á föstudaginn.
Unnið hefur verið að undirbúningi sýningarinnar sleitulaust undanfarna daga en betur má ef duga skal.
Því vil ég nú biðla til allra Hvergerðinga um að taka virkan þátt í sýningunni og undirbúningi hennar.
Það er hægt að gera með ýmsum hætti:
1) Skila inn sólblóminu sem allir hafa annast af kostgæfni undanfarna mánuði. Verðlaun verða veitt fyrir hina ýmsu flokka stærsta, minnsta, furðulegasta ofl.
Skil eru annað kvöld, fimmtudag í íþróttahúsinu.
Muna að merkja blómið og ekki er verra að skreyta pottana til auka sigurlíkurnar.
2) Skreyta með frumlegum hætti innkeyrslur og hús, setja má blóm í stígvél, hjólbörurnar, mjólkurbrúsa, ekkert setur manni skorður nema hugmyndaflugið og nú gildir að hugsa út fyrir rammann :-)
Muna að veitt verða verðlaun fyrir hugmyndaauðgi þó heiðurinn einn og sér ætti að vera nægilegur flestum.
3) Þeir sem áhuga hafa á öflugri sjálfboðavinnu í tæpa tvo tíma eru beðnir um að mæta við Álnavörubúðina kl. 17 í dag, fimmtudag.
Það væri mjög gaman að geta með samhentu átaki ráðist á illgresi og reiti sem stungið hafa í augu en vinnuskólinn mun ekki ná að sinna á þessum stutta tíma sem nú er fram að sýningu.
Mæta með þau áhöld sem við viljum nota, hrífur, klippur, rafmagnsorf ofl.
4) Formleg setning sýningarinnar er á morgun, föstudag kl. 16 á sviði við íþróttahúsið. Á undan er ráðstefna um garðrækt á Garðyrkjuskólanum sem gaman er að byrja helgina á að sækja.
5) Njóta helgarinnar og alls þess sem boðið verður uppá í Hveragerði í blíðunni sem almættið hefur lofað okkur ;-)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Aldeilis skemmtilegt að heyra. Vonandi verður blómlegt um að litast í Hveragerði á helginni. Sendi ykkur hvergerðingum bestu kveðjur og óskir um skemmtilega helgi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2009 kl. 00:03
Ég hefði svo gjarnan viðjað taka þátt í tiltektinni í gær en var í vinnunni. Maður kíkir á dýrðina á morgun :)
Soffía Valdimarsdóttir, 26.6.2009 kl. 13:46
ég líka en við vorum í borg óttans
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 26.6.2009 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.