Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Gulldrengurinn

er að fara á kostum þessa dagana. Hann hefur aldrei verið í vandræðum með að svara fyrir sig  Blush

Nú er hann búin að gera mig og rafvrkjann orðlaus, þið sem okkur þekkið vitið að hann á það til að lauma sér upp i betra rúm á næturna Halo Um daginn þegar allt fór á flot í Veravergi þá var rafvirkinn kallaður út um miðja nótt og hann var ekki lengi að lauma sér inn til mömmu Halo en þegar rafvirkinn kom heim undir morgun var ekkert pláss fyrir hann Pinch Svo hann lagðist í sófann það sem eftir var nætur Pinch

Þegar ég svo vek gulldrenginn og sýni honum hvar þreyttur pabbinn kúldrast í stofusófanum (átti nú að koma inn smá samviskubiti hjá drengnum) þá liggur hann ekki á svari frekar en fyrri daginn: GETUR HANN EKKI BARA FARIÐ AFTUR Á AKUREYRI AÐ VINNA !!!!!!!

Sama var upp á teningnum í síðustu viku nema nú var það ég sem gafst upp og skreið í stofusófann Gasp og þegar ég vakti hann sagði ég honum það (enn að reyna að koma inn samviskubiti hjá barninu) hann var ekki lengi að svara FANNST ÞÉR ÞAÐ EKKI NOTALEGT !!!

Um daginn segir hann ég er að spá í að fara í leikfélagið ?? Ekki það að neinn hafi beðið hann og nú er hann farin að æfa með leikfélaginu að fullum krafti því það á að setja upp barnaleikritið Alladín. Þeir voru mjög glaðir að fá hann því strákar á þessum aldri eru ekki að mæta af sjálfsdáðum.

Svo fór hann og lét klippa ljósu lokkana W00t og nú sést í fallega andlitið hans Cool 

Hann að standa sig mjög vel í skólanum enda það sem gengur fyrir og hann veit það vel að ef hann er ekki að standa sig þá getur hann ekki sinnt öllu þessu sem hann hefur áhuga . Sem er nánast allt W00t

Nágrannakonan mín var að sá sér hund, og allt í góðu með það. Hún var úti að ganga með voffa um daginn og hitti gulldrenginn og þau fóru að spjalla.....

Hún lét mig bara vita af því að hann hefði sagt henni að ef hana vantaði pössun fyrir voffa hvort sem það væri á nóttu eða degi þá væri hann alltaf tilbúinn

SVONA BARA EF ÞÚ VÆRIR EKKI BÚIN AÐ FRÉTTA ÞAÐ !!!!!!!!!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband