Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Sit í þögninni

og er að læra undir próf Crying

Það er svona þegar maður byrjar lífið á vitlausum enda og situr núna uppi með fertugan (alveg að verða) heila og er að reyna láta heilasellurnar virka eins og þær séu ungar og sprækar með því að plata þær með ómældu magni af súkkulaði, snakki og öðru sem telst unglingafæða Errm

En er búin að fá góðan frið í dag þar sem gulldrengurinn er á körfuboltamóti á Selfossi og rafvirkinn er sennilega að sjá til þess að jólaljósin komist upp hjá öllum öðrum en sér Pinch 

Ég ætla nú að taka mér góða pásu og bregða mér yfir fjallið og kíkja á opnun málverkasýningar hjá svilkonu minni henni Katrínu Snæhólm og þiggja heitt kakó og piparkökur í tilefni að því.

Veit ekki hversu blogghæf ég verð næstu daga Frown fyrsta próf á mánudag í siðfræði svo á þriðjudag í tölvufræði og loks síðasta prófið á föstudag í ritvinnslu.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband