Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Stubbarnir, Tinky Winky og sonur minn

Í Póllandi vilja þeir láta sálfræðing rannsaka kynhneigð Tinky Winky !!!!! Þar vilja þeir meina að samkynhneigð geti verið "smitandi" og börn sem horfa á Stubbana geti orðið fyrir áhrifum frá Tinky Winky að því að hann er alltaf með "veski" !!!!  Hver segir að þetta sé "veski" er þetta ekki bar fín rauð "taska" sem hann á ??  veski = samkynhneigður

Sonur minn er fæddur árið 1996 og er því alin upp við að horfa á Stubbana.  Hann er mikill "strákur" ef hægt er að segja svo um stráka, hann er alltaf í fótbolta, alltaf skítugur, mjög oft í rifnum buxum, kann að detta (þá á ég við að mörg börn í dag eru svo ofvernduð að þau slasa sig við minnsta fall) hann er líka óhræddur. En það er ekki allt, hann leikur sér jafnt við stelpur og finnst ekkert mál að fara í snú snú, fuglafit, teyjó eða fótbolta með þeim. Honum er lika alveg saman hvort þær eru frænkur hans eða ekki, jafngamlar honum eða 6. Hann á líka bleika peysu og finnst hann rosalega flottur í bleiku peysunni. Hann á reyndar ekki svona rautt veski eins og Tinky Winky !!!! Og honum finnst gott að knúsa.

Kannski eftir allt saman eru þetta áhrif frá þeirri tíð er hann horfði á Stubbana !!!!!! En er það ekki málið  viljum við ekki að börnin okkar séu fordómalaus hvort sem liturinn er bleikur eða blár, strákur eða stelpa, samkynhneigður eða gagnkynhneigður, VESKI eða TASKA.................................

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband