Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Nafni minn !!!!!

Las blogg hjá hneykslaðri húsmóður í Mosfellsbænum. Hún undraðist yfir fáfræðslu moggamanna á staðarháttum !!!! Varmá og Reykjafoss í Hveragerði !!!! Hún vildi meina að það væri í "túninu heima" hjá sér í Mosfellsbænum jú mikið rétt Varmá er í Mosfellsbænum en hún er líka í Hveragerði og eflaust eru fleiri ár á landinu með því nafni.

En það er eins með mörg staðarnöfn og örnefni á Íslandi þau bera sama nafn víða um land og þá sérstaklega sveitabæir. En mér er minnistætt er við vorum í ferðalagi austur á héraði fyrir nokkrum árum þá ókum við fram hjá sveitabæ sem bar nafnið Bær. Skömmu síðar komum við að fallegum sumarbústað og nafnið á honum var eftirminnilegt hann hét nefnilega Næsti Bær !!!!!!!!

 


Jæja strákar bara alltaf verið að grilla

Grilltímabilið í hámarki. Allir að grilla. Húsmæður gleðjast yfir því að þurfa ekki að standa yfir pottunum, því bóndinn sér um grillið. VEI!

  • Þannig gengur þetta fyrir sig:

Frúin kaupir í matinn.

Frúin býr til salat, græjar grænmeti sem á að grilla, og býr til sósu.

Frúin undirbýr kjötið. Finnur til rétta kryddið, setur kjötið á bakka ásamt grilláhöldum.

Bóndinn situr við grillið, með bjór í annarri

  • Lykilatriði:

Bóndinn setur kjötið á grillið!

Frúin fer inn, finnur til diska og hnífapör.

Frúin fer út, og segir bóndanum að kjötið sé að brenna.

Bóndinn þakkar henni fyrir, og biður hana um að koma með annan bjór á meðan hann tæklar ástandið.

  • Annað lykilatriði

Bóndinn tekur kjötið af grillinu, og réttir frúnni.

Frúin leggur á borð.Diskar, hnífapör, sósur, salöt og annað meðlæti, ratar á borðið.

Eftir matinn gengur frúin frá öllu.

  • Mikilvægast af öllu:

Allir þakka BÓNDANUM fyrir matinn, og hversu vel HONUM tókst upp.

Bóndinn spyr frúna hvernig henni hafi líkað frídagurinn“...og eftir aðhafa séð svipinn á henni, ákveður hann að það sé ómögulegt að gera konum til geðs!

Ég skal nú segja ykkur svona á milli vina þá GRILLA ÉG LÍKA !!!!!!!!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband