Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Fertug í dag !
13.1.2008 | 10:07
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ég er engin Heather Mills
12.1.2008 | 11:17
Ein og yfirgefin á fertugsafmælinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Búin að taka niður jólin
10.1.2008 | 21:50
Fyrst var það jólatréð, það er nú reyndar svo að það sem rekur á eftir mér með það eru bæjarstarfsmenn sem koma og sækja tréð heim ef það stendur á lóðamörkum.
Jú jú ég hendi trénu þar, ásamt nokkrum greinum sem söguð höfðu verið af trénu Svo í dag þegar ég kem heim úr vinnunni sé ég að tréð er farið en ekki greinarnar
Nú nöldurskjóðann ÉG byrjaði náttúrlega að röfla í rafvirkja greyinu, þegar hann birtist úr vinnu, og býsnast heil ósköp yfir vinnubrögðum bæjarstarfsmanna (það er ekki í fyrsta skipti sem það er gert hér á bæ ! ég get til dæmis mokað götur bæjarins miklu betur og skipulegra en allir starfsmenn bæjarins) en eitthvað verður rafvirkinn skrýtin á svip og segir já skrítið að þeir taki bara tréð en ekki greinarnar
Svo segir hann: þegar ég fór í vinnuna í morgun voru einhver skrítin hljóð í vinnubílnum og ég sótti vinnufélagann og hann heyrði hljóðið líka. Svo urðum við að taka bensín (ekki ókeypis) og þá uppgötva þeir að jólatréð er fast utan á bílnum
Hann var búin að keyra út um allan bæ með jólatréð í eftirdragi
svo ef einhver bæjarstarfsmaður les þetta þá er jóltréð MITT á ENN EINU (N1) planinu
Fjármálaheimurinn og fíkniefnin
9.1.2008 | 21:30
Er búin að vera velta því fyrir mér undanfarna daga hvort það séu ekki bara tengsl þarna á milli
Er íslenski fjármálamarkaðurinn fjármagnaður fyrir gróða af fíkniefnasölu ????????
Fíknó er búin að standa sig feiknavel á síðasta ári og nú fellur fjármálamarkaðurinn
Er einhver sömu skoðunnar og hún ég ???????????????????
Ekkert skutl !
8.1.2008 | 22:00
Gulldrengnum finnst voðalega gott að láta "skutla" sér, t.d. á æfingu og þó sérstaklega að láta skutlast eftir sér þegar æfingu er lokið.
Það er stundum gert en ekki alltaf. Þar sem við erum staðsett í Verahvergi ofarlega í bænum er upp nokkra brekku að fara. Sú brekka er kölluð "gossabrekka" af innfæddum og getur hún reynst erfið í miklum mótvindi og svo ég tali nú ekki um gulldrenginn sem segist alveg uppgefin eftir hina og þessa æfinguna. Svo stundum lætur maður það eftir honum.
En um helgina þurfti hann að komast á körfuboltaæfingu og vildi ólmur láta "skutla" sér en við gáfum okkur hvergi og sögðum að honum væri engin greiði gerður með því. Skipti þá engum togum en drengurinn varð öskufúll og hreytti í okkur: SKO ÞEGAR ÞIÐ VERÐIÐ KOMIN Á ELLIHEIMILI OG ÞURFIÐ SKUTL ÞÁ ÆTLA ÉG EKKI AÐ SKUTLA YKKUR og skellti á eftir sér útidyrunum !!!!!
Rafvirkinn minn fertugur
6.1.2008 | 13:01
og í morgun átti að koma honum verulega að óvart Vinnufélagarnir og vinir ætluðu að vekja hann en KLAUFDÝRINU mínu tókst að gera það á undan þeim. Þar sem hann gengur um eins og fílahjörð og þegar hann kom í morgun með afmælisgjöfina (sem hann var búin að geyma í nokkra daga) vakti hann rafvirkjann þegar hann var að "læðast" um.
En engu að síður tókst vinnufélugunum og vinum að koma honum að óvörum. Þau voru yndisleg hérna fyrir utan eldsnemma í morgun með trompeta og básunu og sungu afmælissöngin.
Ég verð bara að leyfa ykkur að njóta okkar yndislegu vina
5. janúar
5.1.2008 | 10:39
Margt er hægt að fá fyrir peninga en hamingjan er ekki föl fyrir öll heimsins auðæfi.
04 skapa peningar hamingjuna[1] 11:47 bylgjan.is (Ísland í bítið 4.jan)
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Suðuland
4.1.2008 | 23:52
Samkvæmt þessari frétt moggamanna bý ég nú á Suðulandi
Vonandi hefur þetta ekki einhvern fyrirboða !!!!
Snarpar vindhviður við Lómagnúp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki myndi ég
4.1.2008 | 17:56
Þúsundir Breta veikjast af ælupest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óborganlegur fréttamaður
2.1.2008 | 21:23
Hann Magnús Hlynur fréttamaður okkar Sunnlendinga hefur oft farið á kostum er hann flytur landsmönnum fréttir af Sunnlendingum.
Ein hans besta frétt var í fréttum RÚV í kvöld þegar hann spurði Svanborgu ljosmóðir á Sjúkrahúsi Suðurlands að því hvernig fólk kæmi helst á fæðingardeildina ?????
Bíddu hann veit það greinilega ekki að helsta fólk sem sækir fæðingadeildir eru barnshafandi konur !!!
Eða það hélt ég þangað til í kvöld