Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Búin að
6.2.2008 | 20:51
fara í hárkollu-fertugsafmæli (rafvirkinn með skalla-kollu)
og hatta fertugsafmæli (með tengdó)
og búin að að læra helling og veit til dæmis núna hvað MANNLINGUR þýðir !!!!!!!! Og þið getið ímyndað ykkur hvað mér líður vel með það EN VEIST ÞÚ HVAÐ ÞAÐ ER ?
Svo er ég búin að skafa bílinn og skafa bílinn og skafa bílinn
Ég er ekki að skrökva, þetta er frá karlmanni !!
4.2.2008 | 22:40
Það virðist færast í vöxt, að konur liti andlit sitt með ýmsu móti og
æfinlega í þeim tilgangi að sýnast fallegri en þær eru í raun og veru.
En nú skal eg segja þér eitt: Andlit þitt er svo fallegt frá skaparans
hendi--þó að þú sért óánægð með það--að þú getur eigi gert það fallegra
með gervilitum (smínki). Hann hefir engan skapað _ljótan_ og
áreiðanlega ekki ætlast til þess, að nein af dætrum hans færi að _mála_
sig í framan.
Þú getur með mörgu móti varðveitt fegurð þína, en til "smínksins" máttu
aldrei grípa.
Lauslætiskonan--sem er litljót--á að hafa einkarétt til að smínka sig.
Þú skalt aftur á móti bera gott og litlaust créme á andlit þitt og núa
eða strjúka andlitsvöðvana um leið. Það heldur húðinni vel mjúkri og
kemur í veg fyrir allar hrukkur, sem sett gætu skugga á fegurð þína.
--Þú mátt einnig nota lítið eitt af góðu andlitsdufti (púðri), en það
má ekki vera áberandi.
Vinir og fjölskylda | Breytt 5.2.2008 kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vetur konungur í Færeyjum
2.2.2008 | 17:28
Vinir mínir í Færeyjum hafa heldur betur fengið að finna fyrir vetri konungi síðustu daga, nú svo hafa þeir fengið nýtt landstýri.