Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
Konur yfir fertugt - Andy Rooney 60 mín.
20.9.2009 | 21:26
Eftir því sem ég eldist, met ég mest konur yfir fertugt og hér eru nokkrar
ástæður fyrir því:
Kona yfir fertugt mun ekki vekja þig um miðja nótt og spyrja þig "hvað ertu
að hugsa?"
-Henni gæti ekki verið meira sama.
Ef kona yfir fertugt vill ekki horfa á leikinn með þér vælir hún ekki yfir
því.
-Hún gerir eitthvað sem hana langar til og yfirleitt er það áhugaverðara en
leikurinn.
Konur yfir 40 eru virðulegar í framkomu. Þær fara sjaldan í öskurkeppni við
þig í óperunni eða á fínum veitingastað.
- Nema þú eigir það skilið, þá hika þær ekki við að skjóta þig ef þær halda
að þær komist upp með það.
Eldri konur eru örlátar á hrós, oft óverðskuldað.
-Þær vita hvað það er að vera ekki metin að verðleikum.
Konur verða skyggnar með aldrinum. >
-Þú þarft aldrei að viðurkenna misbresti þína fyrir þeim.
Þegar þú getur litið framhjá einni eða tveimur hrukkum er kona yfir 40
langtum kynþokkafyllri en yngri kynsystur hennar.
Eldri konur eru hreinar og beinar. -Þær segja þér eins og skot að þú sért
asni ef þú hagar þér sem slíkur.Þú þarft aldrei að fara í grafgötur með
hvar þú hefur þær.
Já, við dásömum konur yfir fertugt af mörgum ástæðum.
Því miður er það ekki gagnkvæmt. Því fyrir hverja
glæsilega, smarta og vel
greidda konu yfir fertugt, er sköllóttur,
vambmikill forngripur í gulum buxum gerandi sig að fífli fyrir 22gja ár
gengilbeinu.
Konur, ég biðst afsökunar.
Til allra þeirra karla sem segja; "Afhverju að kaupa kúna þegar þú getur
fengið mjólkina frítt?" þá eru hér nýjar upplýsingar:
Nú á tímum eru 80% kvenna á móti giftingum.
Hvers vegna?
Vegna þess að konur gera sér grein fyrir að það borgar sig ekki að kaupa
heilt svín þótt þær langi í smá pylsu!
Andy Rooney
Ísland er stjórnlaust
17.9.2009 | 15:10
Ísland er stjórnlaust, því enginn því stjórnar
Ísland er fleki af dýrustu gerð
Ísland er landið sem Flokkurinn fórnar
Ísland á reki í sjónum þú sérð
Ísland í forsetans orðanna skrúði
Ísland sem bankana auðmönnum gaf
Ísland sem sonanna afrekum trúði
Ísland er land sem á verðinum svaf
Íslensk er þjóðin sem allt fyrir greiðir
Íslensk er krónan sem fellur hvern dag
Íslensk er höndin sem afvegaleiðir
Íslensk er trúin: "Það kemst allt í lag"
Íslensk er bjartsýna alheimskuvissan
um íslenskan sigur í sérhverri þraut
Íslensk er góðæris átveisluhryssan
sem íslenskan lepur nú kreppunnar graut
Ísland er landið sem öllu vill gleyma
sem Ísland á annarra hlut hefur gert
Íslenska þjóð, þér var ætlað að geyma
hið íslenska nafn sem þú hefur nú svert
Íslandi stýra nú altómir sjóðir
Ísland nú gengur við betlandi staf
að Íslandi sækja nú alls konar þjóðir
Ísland er sokkið í skuldanna haf.
Höfundur Hallgrímur Helgason.
Þú færð bros :o)
13.9.2009 | 22:32
Stundum verður þörf fyrir önnur sjónarmið
Annars fer allt hér í sama far
Þetta hef ég séð og þess vegna ég bið
Þig að koma heimsókn og hafa það sem sið
Blásum líf í gömlu glæðurnar
Þú færð bros frá mér í sérhvert sinn
Þú lítur hingað inn
Þú ert meir en velkomin hér
þú færð mitt bros já það er fyrirséð
og faðmlag fylgir með
Og síðan þegar ferð þú frá mér
Þér fylgir bros
Áður en þú veist kemur aftur sólskinið
Alltaf verður þá aðeins betra útlitið
Og þú býrð til nýjar væntingar
Já, öllu er hægt að breyta
Það opnar lokum hlið
það er alltaf einhver leið til að bæta ástandið
Þá við eignumst góðar minningar
Þú færð bros
(Friðrik Sturluson)
Maður kreppunnar
12.9.2009 | 09:26
Ef þið hafið misst af þessu, þá verðið þið að horfa, legg til ef ekki tekst að fá gjafamál frá dómsmálaráðneytinu að við leggjumst á eitt og söfnun fyrir því svo unnt verði að sækja það
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4505581/2009/09/10/0/
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færeyingar
11.9.2009 | 21:23
eru sko sannir vinir
Enda erum við mikið búin að spá í það hvort að eina rétta í stöðunni sé ekki bara að flytja til Færeyja
Høgni Hoydal gagnrýnir Norðurlöndin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |