Skyldu margir vera á þessari skoðun ?

Rakst á þessa athugasemd á bloggflakki mínu, og mér er spurn skyldu margir vera á þessari skoðun?

Mér finnst fáránlegt að fólk skuli leyfa sér að vera að væla yfir þessu þar sem ekkert mannfall var á svæðinu. Fréttirnar láta eins og það hafi lent atómbomba á suðurlandi og tekur viðtöl við fólk sem vælir yfir því að diskar hafi brotnað og sprungur hafi komið í hús. svo vill það fá áfallahjálp yfir því að hafa misst veraldlega hluti, þvílik hræsni. Ríkisstjórnin nýtti sér tækifærið og ætlar setja 100 mill í einhverja neyðarhjálp og búðir, hræsni til að ná í atkvæði, Það væri meira vit í að setja 100 mill í uppbyggingu vega þar sem mannfall er og það mikið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ja lítill er skilningur á andlegu áfalli fólksins....afar ósmekklegt

Hólmdís Hjartardóttir, 1.6.2008 kl. 00:53

2 identicon

Ja nú er ég orðlaus og skeður það ekki oft. Ætli viðkomandi hafi upplifað þennan jarðskjálfta sjálfur eins og við gerðum? 

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 00:58

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta hefur þá væntanlega verið einhver sem bara er ekki á landinu þassa dagana, hann er í það minnsta ekki "tengdur" og hefur ekki upplifað svona aðstæður, gaman að vita hvernig hann hefði plummað sig hér.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 1.6.2008 kl. 00:59

4 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Ég veit að eigin reynslu að það er ekkert sem bætir mannfall og ég er enn að reyna átta mig á hvað maðurinn er að fara með því að segja þetta.

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 1.6.2008 kl. 10:56

5 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Reyni að sjá samhengi í þessu hann er greinilega að vestan og hefði viljað sjá 100 milljónir fara í uppbyggingu vegakerfisins þar eftir snjóflóðin !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 1.6.2008 kl. 10:59

6 identicon

ÆÆÆ  sumt fólk er fífl. Það er bara þannig.  Gott að það sé allt í lagi með ykkur.  Vona bara að þið jafnið ykkur á sjokkinu fljótt.

Knús og kveðja.

Klettamær.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 11:58

7 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Þetta hlýtur að byggja á misskilningi. Að lýsa brotnu leirtaui og brúðargjöfum er leið til að losa spennu og myndgera aðkomuna sem var hryllileg. Þeir sem ekki skilja að það er skelfingin að vita ekki um börnin sín til dæmis í svona aðstæðum eiga mikið bágt.

Soffía Valdimarsdóttir, 1.6.2008 kl. 12:52

8 identicon

Ja hérna hér ég er nú bara orðlaus. Hvernig getur fólk leyft sér annað eins. Maðurinn er gjörsamlega að gera á sig og ekki upplifað svona áfall í lífinu. Þó ég hafi ekki verið stödd í Hveragerði og sett mig í spor þeirra, þá finn ég til með því fólki sem lenti í þessu, og játa það fúlslega Hulda mín að þú og Vala áttuð hug minn allan þennan dag og ég hreinlega þorði ekki að hugsa til þess að einhvað hefði hennt ykkur.
Sendi þér risa vinkonu knús og megi þér og þínum ganga vel að komast frá yfir þetta

Ásta Lóa (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband