Afturelding 100 ára
24.1.2009 | 21:22
á þessu ári. Það er ánægjulegt að hafa alist upp í því félagi og slitið barnskónum.
Ásamt því að hafa vígt fyrsta íþróttahús bæjarins, þá er mér sönn ánægja að segja ykkur frá því, að nokkrar frábærar stelpur stofnuðum fyrsta meistaraflokk kvenna í knattspyrnu innan UMFA 1982- 1983. Sú elsta var aðeins 16 ára og fyrsta sumarið þá töpuðum við öllum lekjum nema tveim síðustu.
En eins og þeir vita sem fylgjast með kvennaknattspyrnu hefur kvennlið Aftureldingar farið á kostum
En hér er lið Aftureldingar sumarið 1983
Í dag er ég döpur
22.1.2009 | 17:05
Döpur yfir ástandinu
döpur yfir því hvernig er komið fyrir litlu dugmiklu þjóðinni minn
döpur yfir því að allir gleymdu sér í góðærinu, sváfu á verðinum, því hér var allt svo gott og hér leið öllum svo vel. Of vel, að í febrúar treysti sér enginn til að rísa upp og segja eitthvað óþægilegt, eitthvað sem kæmi okkur úr jafnvægi vellíðunnarinnar. Eitthvað ljótt og vont.
Í dag er ég döpur yfir því að enginn sé tilbúin að STANDA UPP segja okkur sannleikann, hversu ljótur og óþægilegur sem hann er.
Ég er döpur af því að ég held að hér finnist ekki sá leiðtogi sem við þurfum nú á ögurstund, en ef þú ert þarna STATTU UPP segðu okkur sannleikann, því fyrr því betra, er að fá drulluskítugu tuskuna í andlitið svo við getum byrjað að þrífa upp óþverran.
Öðruvísi er ekki hægt að gera hreint fyrir nýja tíma
Þjóðbúningur í lágmarksnotkun !!!
16.1.2009 | 17:08
Ástæðan fyrir færslu minni að þessu sinni er sú að við í vinnunni ætlum að fara halda þorrablót með þjóðlegu ívafi.
Jú allt gott og blessað og höfum við sem í stjórn sitjum, hvatt þær konur sem eiga þjóðbúning að mæta í honum.
En viðbrögðin sem við höfum fengið eru ansi misjöfn .......... eruð þið vitlausar að mæta í þjóðbúning á þorrablót !!!!!!!
Ég sem dvalið hef löngum í Færeyjum þar sem konum jafnt og körlum þykir sjálfsagt að flagga þjóðbúning sínum við hvert tækifæri og eru mjög stolt af því, er mjög hissa, vægast sagt !!!!!!!
Veit ekki hvort nokkur sé sammála mér, en mér er nokk sama.
Það er kannski ekki nema von að við séum á vonarvöl sem þjóð, þjóð sem situr með þjóðbúninga sína lokaða ofan í kistum, jafnvel í bankahólfum, af því að við tímum ekki að vera þjóðleg nema við svo hátíðleg tækifæri að telja mætti þau á fingrum annarra handar yfir heila mannsævi !!!!!!
Þjóðbúningur á að endurspegla þjóðina hverju sinni og þegar að svo er komið fyrir þjóð að ekki er á allra færi að eignast þjóðbúning, er hann þá þjóðbúningur ????????
Nú vil ég hvetja hönnuði þessa lands að koma fram með tilbrigði við íslenskan þjóðbúning, sem endurspeglar þjóðina ásamt því að leiða saman gamla og nýja tíma, sem konum þessu guðsvoluðu þjóðar væru stoltar af og hefðu fjárráð til að flagga slíkum búning við öll tækifæri.
Íslenskur búningur
Hefðbundinn færeyskur búningur
Tilbrigði við færeyeskan þjóðbúning
Vinir og fjölskylda | Breytt 18.1.2009 kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
13 janúar
13.1.2009 | 23:53
vaknaði við vekjarklukkuna eins og venjulega, langaði að liggja aðeins lengur...... en skyldan kallaði svo ég ætlaði að stökkva lipurlega fram úr, líkt og ég hafði alltaf gert, en fann að ég gat það ekki !!!!!!!
Helv.... stöðluðu 80´s taktarnir í mjöðminni voru að gera út af við mig og fann hvernig ég varð að smokra mér fram úr rúminu í "slow motion" og alveg fram á baðherbergi, leit í spegilinn shit það hlaut að vera það var í dag sem ég varð fjörutíuogeinsárs.................................................
Vinir og fjölskylda | Breytt 14.1.2009 kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Frændur
12.1.2009 | 21:07
vó hvað ég varð ánægð áðan, ramba stundum inn á youtube og hef leitað eftir uppáhldslaginu mínu, það er að segja sem ég átti þegar ég bjó í Færeyjum og viti menn í kvöld fann ég það gjörið svo vel:
Sunnudagsmorgun
11.1.2009 | 10:48
og tómlegur kofinn núna. Jólaskrautið komið í kassa og hurðaskellirinn minn komin vestur, bæði tómlegt og hljóðlegt.
Dagarnir þeysast áfram, ég er enn í starfsnáminu og verð út febrúar.
Af vesturförum er allt gott þó svo útlitið með vinnu hjá klaufdýrinu hafi breyst en það kemur eitthvað annað í staðinn.
Gulldrengurinn er á fullu í skólanum og hann kvaddi jólin á viðeigandi hátt í vikunni
En nú bíður önnur "gerandisvika" (eins og vinir mínir í Færeyjum kalla vinnuvikuna) og ég kemst vonandi í blogggírinn fljótlega.......
Í dag
6.1.2009 | 16:18
Smá tregi í dag
3.1.2009 | 20:24
Ungarnir yfirgáfu hreiðrið í morgun.
Já klukkan tíu í morgun fóru þau af stað með fullan sendibíl og góða vini í farteskinu, til aðstoðar og ég verð að segja ég á eftir að sakna þeirra alveg svakalega.
Síðast fluttu þau innan bæjarmarkana, fékk þá reglulega að heyra hurðaskelli klaufdýrsins, en núna fóru þau alla leið vestur á Reykhóla og við sjáum þau ekki dögum saman, veður eitthvað skrítið.
En þetta er gangur lífsins veröldin brosir við þeim og þau við henni
gangi ykkur vel elskurnar mínar
Nú árið er liðið
30.12.2008 | 21:00
í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka......................... hjúkk var farin að hafa áhyggjur af því að á miðnætti annaðkvöld mundi allt endurtaka sig.
En árið hefur verið erfitt, sárt, gleðilegt, hlægilegt, yndislegt, grátlegt, broslegt það hefur verið kalt, heitt, rigning, snjór, sól, logn og rok, allt þar á milli ef það er hægt.
Umfram allt á ég frábæra fjölskyldu, yndislega vini, vinnufélaga, nágranna, bæjarfélaga ( og bloggvini) sem hafa gefið mér margt og gert mig að því sem ég er í dag
Ég er ánægð með mig og mína á þessum tímapunkti, get ekki sagt það sama um ástandið á Íslandi en í hjarta mínu vona ég að við Íslendingar réttum úr okkur og fáum fólk við stjórnvöldin sem þora, geta og vilja.
Þakka allar fallegu jólakveðjurnar og óska ykkur velfarnaðar á nýju ári með ástarþakkir fyrir liðnar og ljúfar stundir.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jólin 2008
25.12.2008 | 08:54
Jólin 2008
Kæru vinir og vandamenn
Fjörug og fertug orðin erum
Færeyinga við sóttum heim
gleði og góðvild nú við berum
því góðærið er liðið geim
Jólakveðjur
Hannes, Hulda,Kristján og Stefán Þór