Allir að missa sig

yfir "kærulausum" foreldrum í Hveragerði sbr. salvor.blog.is  Ástæðan að við leyfum börnunum að leika sér í ánni og hoppa í Reykjafossi. Nú verður frú Storgaard send í Hveragerði og kanna hversu hættulegt þetta er.

Nei ég segji svona  Undecided eftir að Kastljós sýndi myndir af börnum hoppa í fossinn og einhver þeirra voru á leikjanámskeiði. Þá eru til fólk sem ekki þekkja til að missa sig á bloggsíðum.

Við megum ekki pakka börnum okkar inn í bómull og heldur ekki henda þeim út í djúpu laugina.

En af aðstæðum hér í Hveragerði börn hafa leikið sér í ánni svo lengi sem elstu menn muna. Það er nauðsynlegt að þau læri á sitt nánasta umhverfi og allar hættur sem þar leynast. Við erum lika með Hamarinn og fullt af heitum hverum sem eru mjög varasamir.

Misjafnt er hvaða staður í ánni er vinsælastur hverju sinni. Minn eldri sonur var mikið á stað í ánni sem við köllum Baulu þar en nú er ekki lengur hægt að hoppa í Baulu vegna þess að búið er að koma grjóti fyrir þar sem hoppað var Frown 

Í Reykjafoss þar sem börnin svamla nú þá er hann í alfaraleið við Lystigarðinn okkar og á sólardögum líkt og þeim sem hafa ríkt hér undanfarið (því aðra daga er ekki farið í ánna) er mikið af fólki á röltinu og foreldrar gera sér ferð að horfa á Wink og fylgjast með börnum sínum.

Auðvitað geta alltaf komið slys W00t en ég fullyrði að 11 ára sonur minn kemur oftar heim marinn hér og þar eftir fótboltaæfingu en ekki úr Reykjafossi Woundering

Eins vil ég bjóða alla velkomna í Hveragerði á næsta sólardegi og fylgjast með leik barnanna í ánni og hver veit nema þig langi að stökkva  með þeim Smile

Fleiri myndir inn á http://www.aldis.is  þar sem bæjarstjórinn bloggar og http://www.123.is/gummie


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég á það til að missa mig yfir "þetta blessast og reddast aðferðinni".  Er ekki tilvalið að hafa fullorðinn eftirlitsaðila með börnunum bara eins og í sundlaugunum?

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2007 kl. 17:41

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Það er alveg sama hvaða leikjum börn taka upp á það er alltaf hætta á ferð

Ekki veit ég til þess að það sé sérskipaður eftirlitsmaður við "sprangið" í eyjum

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 19.7.2007 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband