Hönnun og snið er ekki það sama

Ég er aðdáandi íslenskrar hönnunar Smile og sér í lagi allt sem er úr ull og  fatnaði en hún er oft svo dýr að fyrir meðalmanneskju eins og mig er það bara ekki í boði fyrir pyngjuna. En ég var svo heppin fyrir nokkrum árum að eignast færeyska hönnun Cool sem er alveg jafnklassískt og sú íslenska InLove alveg frábær ullarpeysa eftir konu sem heitir Sirri.

 

Þeir sem mig þekkja vita að fötin mín eru yfirleitt þeim eiginleikum gædd að vera þægileg Halo og ég elska náttföt Heart

Um daginn fór ég svo í búð í Reykjavík sem selur náttföt eftir íslenskan hönnuð ummm og þau voru á útsölu W00t Svo ég var ekkert að drolla við þetta og keypti mér þessu fínu náttföt án þess að máta Whistling Bíddu hver mátar náttföt Sleeping

Ég hefði betur mátað þau Blush Sniðið er bara ekki að gera sig fyrir það fyrsta þá ná buxurnar alveg upp að brjóstum og ekki er gert ráð fyrir að ég sé með rass Blush hlýrabolurinn sem er í stíl er ekki skömminni skárri Frown Hlýrarnir eru svo langir að þegar ég er komin í bolinn koma brjóstin á mér upp úr honum Shocking og ég sem státa nú ekki af stórum brjóstum Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband