810 vs 270
10.8.2007 | 22:44
810 er bloggið mitt og einhverjir velta því fyrir sér af hverju 810??
Jú 810 er póstnúmerið í Hveragerði, verahvergi eins og unglingarnir kalla það og úrígúrí segja útlendingarnir.
Það eru rúm 18 ár (ok æm getting old) síðan ég flutti í Hveragerði ég var nú ekkert ofsalega hrifinn eftir minn fyrsta vetur og ætlaði nú ekki að búa út á LANDI mjög lengi.En svo kemur sumar eftir vetur svo fer maður að kynnast fólkinu betur og bæjarlífinu það voru á milli 1.000 og 1.200 íbúar þá en í dag erum við yfir 2000.
Í dag elska ég Hveragerði og myndi helst ekki vilja búa annarstaðar smá kaldhæðni finnst sumum þar sem gamla sveitin mín er 20 ára um þessar mundir en það er margt líkt með þessum tveimur bæjarfélögum Heilsuhælið = Reykjalundur, garðyrkjustöðvar (reyndar á undanhaldi í báðum) heita vatnið osv. og við Mosfellingar sem hér búa erum sammála því að Hveragerð í dag er svipaður Mosó þegar við ólumst upp þar.
En svona gertist þetta, fyrst þykir manni vænt um fólkið svo göturnar, síðan umhverfið og þegar manni þykir orðið vænt um kirkjuna skólann og sundlaugina (þá bestu á landinu) er ekki aftur snúið Þú gengur um bæinn og allstaðar mætir þér bros fólk spjallar og býður góðan dag þetta er hið daglega líf.
Fólk tekur þátt í gleði þinni og sorg, oft er gott að allir viti allt um alla því stundum nægir þögnin ein.
Í dag er ég orðin Hvergerðingur og býð nýja íbúa velkomna í bæinn minn
Börnin mín eru og verða Hvergerðingar og ég er stolt af því
Jafnframt óska ég Mosó til hamingju með afmælið og vonandi verður jafn gaman hjá þeim "í túninu heima " (þar sem mín voru Helgafellstúnin) og hjá mér á "Blómstrandi dögum"
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Heyrðu þú ert held ég bara búin að vinna nú þegar - þitt er svo óeigingjarnt :-)
soffía Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 11:01
Fallegur pistill Hulda, og hughreystandi fyrir tvístígandi Selfyssinga . Eitt er víst að þú skalt svo sannarlega fá að bjóða mig velkominn þegar þar að kemur . Það fer nú að styttast í það.........
Heimir Eyvindarson, 14.8.2007 kl. 00:42
Eitt sinn Mosfellingur, alltaf Mosfellingur Bergrós mín.
Sjáumst í Túninu heima.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 15.8.2007 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.