Og hvað eru mörg hringtorg í því

Brá mér af bæ í dag sem er svo sem engin nýlunda Wink Leið mín lá frá Hveragerði og upp í Mosfellsdal. Fer þangað helst einu sinni á sumri á markaðinn og mér til mikillar skelfingar gerði ég mér grein fyrir því að það er komin september svo það var ekki seinna að vænna að drífa sig.

Þar sem ég var ein á ferð fór ég að ganni að telja hringtorgin sem urðu á leið minni. Sko Gulldrengurinn sem þjáist af bílveiki Sick hefur oft kvartað sáran þegar við keyrum í gegnum Mosfellsbæinn út af öllum hringtorgunum og oft hafa þau orðið honum um megn.

Það eru horki fleiri né færri en tíu hringtorg á þessari alls ekki löngu leið (reikna með að þetta séu rétt um 50 km) og fram og tilbaka eru þetta samtals tuttugu hringtorg.

Ég fer í gegnum það fyrsta á leið minni út út Hveragerði, það næsta er við Norðlingaholt, eitt er svo við Rauðavatn, svo er hringtorg við Úlfarsfell, Blikastaði, Skálatún, Langatanga, Þverholt, Álfosskvos og nú er verið að gera eitt við afleggjaran inn í Mosfellssdal.

Mosfellsbær hefur sem sagt vinningin um flest hringtorg í einu bæjarfélagi !!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

Það væri náttúrulega lang best fyrir mig ef vegurinn lægi bara þangað sem ég væri að fara þá þyrfti engin hættuleg gatnamót og þaðanaf síður einhver asnaleg hringtorg... ;-)

Bjarni Bragi Kjartansson, 1.9.2007 kl. 17:45

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hefurðu nokkuð talið hringtorgin í sjálfri Reykjavík, grannþorpi Mosfellsbæjar?

Hringtorg eru ekki alslæmur kostur ef þau eru hugsuð til að greiða fyrir umferð. En ef búnir eru til aukakrókar að þeim og frá aðeins til aukinnar eldsneytisnotkunar og ama almennt fyrir umferðina eru þau afleit.

Þetta var ágæt hugleiðing, Hulda Bergrós. Ég er að hugsa um að taka upp þráðinn á mínu bloggi á eftir, þegar ég er búinn að fá mér brauðsneið og kaffibolla.

Sigurður Hreiðar, 3.9.2007 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband