Móðir í hjáverkum

Já ég eyði meiri tíma í tölvunni heldur en við heimilsstörfin og barnauppeldi Pinch enda unglingurinn orðin fullorðin og bara ár í að gulldrengurinn verði fullorðin (að eigin sögn) því hann verður fullorðin þegar hann verður tólf Pinch Jú því þá þarf hann að kaupa fullorðins miða ef hann ætlar til Englands (sem hann ætlar án þess að spyrja því hann verður jú orðin fullorðinn) og svo þarf líka að borga fullorðins í Bláa Lónið þegar maður er orðin tólf, í strætó (sem ekki gengur í 810)

En  ekki á ég eftir að lagast þegar skólinn tekur við ég ætla að taka níu einingar Gasp sinna vinnunni og fara í ræktina (glætan að það verði af því) og vera heimilsleg og baka fyrir bekkjarkvöldin eða allvega koma með "dúlbúnar heimabakaðar" osv..........

Um jól verð ég búin að fara frá því að vera móðir í hjáverkum í kona á barmi taugaáfalls svo ég geri bara eins og alkarnir "one day at time"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta bjargast allt Hulda mín. Þú verður bara dugleg að baka Bailys tertur og gera sherry fromage inn á milli til að létta þrýstinginn.

soffía Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband