Er þetta örugglega minn !!!

Nei ég ætla ekki að fara prédika hvorki um tannburstun né tannlækna Devil þrátt fyrir að hafa unnið hjá einum í 16 ár og PRÉDIKAÐ yfir ungu fólki hversu mikilvæg tannburstun er þá vita það allir í bloggheimum og á ekki að þurfa að segja ykkur það Wink

En vandmálið er hins vegar tannburstarnir á heimilinu Sick og sérstaklega þegar þeir eru endurnýjaðir þá verður að vanda valið því rafvirkinn er svo íhaldsamur að tannburstinn hans verður helst alltaf að vera eins OG ALVEG EINS Á LITINN og sá síðasti Frown því annars á hann það til að ruglast Crying kannast einhver við þetta vandamál eða er þetta einstakt á mínu heimili ???? Og þegar við erum orðin fimm í heimili verður að gæta þess að engir tveir séu eins Halo

Þegar gulldrengurinn fór til Englands í ágúst keypti ég nýjan tannbursta handa honum og á meðan hann var úti endurnýjaði ég "burstana" hjá okkur hjónum minn bleikur og hans blár (þrátt fyrir að ég sýni rafvirkjanum tannburstann þá spyr hann nokkra daga á eftir ER ÞETTA ÖRUGGLEGA MINN)

En svo kom gulldrengurinn heim og fer náttúrlega að bursta tennurnar rýkur ekki rafvirkinn upp ÞÚ ERT MEÐ MINN TANNBURSTA W00t nei ég hafði óvart keypt tvo eins !!!!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Stend með rafvirkjanum. Minn bursti á að heita Reach og vera -- jah, ætli liturinn heiti ekki purpurarauður? -- og hárin eiga að vera af hörðustu sort. Þar að auki dugar ekki minna en hafa fjóra virka í einu svo ég þurfi ekki að nota næst þann sem ég notaði síðast, því þá hafa hárin í burstanum ekki þornað nægilega og því ekki nægilega stíf.

Ef aðrir sem hér hýsa tannbursta sína koma með tannbursta sem uppfylla ofanskráðar kröfur verða þeir (tannburstarnir) þegar í stað gerðir upptækir. -- Það er kannski þess vegna sem ég á eina sjö virka ... ?

Sigurður Hreiðar, 7.9.2007 kl. 08:09

2 Smámynd: Vilborg

Hehehe....þetta er semsagt ekkert einstakt á mínu heimili!

Vilborg, 7.9.2007 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband