Bjallan glymur
17.9.2007 | 22:34
en ég virðist bara ekki heyra í henni Fjarnámið mitt byrjað og ég er ekki að komast í gírinn.
Siðfræðin sem ég er búin að vera lesa 40 bls. af og er engu nær ætlar að vera svona týpískt kjaftafag eins og félagsfræðin þar sem endalaust er hægt að rökræða hlutina fram og til baka án þess að fá botn í málið sitja í staðin með fullt af óleystum endum , fleiri en maður byrjaði á.
Ritvinnslan felst í hraðritun og að það á að HORFA Á SKJÁINN EN EKKI LYKLABORÐIÐ en ég vill alltaf vita hvað fingur mínir gera og GLÁPI Á ANDSK..... LYKLABORÐI.
Æ kannski er þetta einn af þessum dögum þar sem ég er SORRÝ, SVEKKT OG SÁR
Please kick my...........
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
sæl elskan og takk fyrir falleg orð. Mamma táraðist þegar hún las hvað þú skrifar um vini, þú ert svo mikill snilldarpenni og falleg manneskja.
Við lásum bloggið þitt um kennaradrauminn, mamma hló eins og kjáni og ég átti erfitt með að lesa þetta fyrir hana sökum hláturs sem gusaðist útúr mér á fullri ferð. Kenna strákum að beygja sögina að ríða hahahhahaha.
Snilli I miss u
Dagný (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 12:30
Elsku hjartaðu mitt örvæntu ekki. Ég er að byrja fjórðu viku og það veit sá sem allt veit að ég er ekki kominn í gírinn. Er reyndar að fyllast örvæntingu sjálf en veit af fenginni reynslu að um síður hrekkur maður í gang og þá eru það önnur skyldustörf eins og kall og börn sem verða bara að sitja á hakanum.
Soffía Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.