Skipulagskaos
19.10.2007 | 21:57
hjá frú skipulagðri
Ég hef hingað til talið mig bara nokkuð skipulagða en undanfarnar vikur er ég gjörsamlega að tapa skipulaginu mínu og næ ekki að halda utan um allt sem ég er vön að gera Og svo fer ég og geri hin mesta óþarfa að skrifa BLOGG eða að fara "bloggrúnt" í staðin fyrir að læra, sem ég er alltaf að gera á síðustu stundu nú orðið (svona eru bloggvinir freistandi og skemmtilegir)
Til að þið áttið á hvað er að gerast þá fór ég að hitta minn YNDISLEGA SAUMÓ í gærkvöldi (takk stelpur þið eruð bestar) þegar saumóinn var ákveðin var ég með kolvitlausa dagsetningu í kollinum svo þegar ég var nánast að renna í hlað var ég ekki viss um að ég væri að mæta á réttan stað OG ÉG MÆTTI SÍÐUST SEM HEFUR EKKI GERST ÁÐUR !!!!!!!!! Ég sem er alltaf með allt svona á hreinu
Svo er heimilistalvan að gera mér lífið leitt Eins og þið hafið ekki heyrt þetta áður þá er eins og hún vilji með engu móti að ég stundi fjarnám En ég er með nýja heimilistölvu en hún er ekkert betri Í henni er ég með Windows 2007 sem ég þarf að nota í Tölvufræði og nú er svo komið að hún vill ekki með nokkru móti tengjast netinu og hún ég á að skila verkefni á mánudag
Ekki er ég með Windows 2007 (í þessari elsku sem ég nota í hin fögin) og vill ekki hlaða því inn því ég er ekki alveg nógu klár á það til að vinna verkefnin í ritvinnslunni, þið skiljið eða ekki !!!!
Þetta er bara að gera mig #$%/$&%& fúla sem fær mig til að leggjast upp í sófa með minn FÝLUÍS....í staðin fyrir að gera það sem ég á að vera gera !!!!!!!!
En ef svo illa vildi til að ég er gleyma einhverju eða einhverjum sem ég var búin að lofa eða hitta (vona að það standi nú engin á eihverjum stað og bíði eftir mér) þá látið þið mig vita
Ég kem um áramót !!!!!!!!!!!!!!!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Vona að FÝLUÍSINN þinn sé frá Kjörís
Bryndís R (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 22:00
Þeir flytja hann inn "Ben & Jerry" XXXXX karmella
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 19.10.2007 kl. 22:28
Ó já hann er ekkert smá góður.
Bryndís R (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 22:38
Sæl Hulda.
Ég er tölvukarl og bý í "Hördígördí". (Who did...)
Ég kem strax ef tölva segir búmm!
Verð í sambandi...
Tóti (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 01:41
Sæll Tóti tölvukall,
held þetta sé komið í lag, snúran frá ráder í tölvu var ónýt, en þakka samt.
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 20.10.2007 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.