Jólagjöfin í ár

sem sérstaklega við íslendingar ættum að gefa er TÍMI W00t

Við eigum öll nóg af öllu og meira en við þurfum, nema tíma.

Okkur væri því hollast að gefa tíma börnum okkar, fjölskyldum, vinum, ættingjum og hvert öðru TÍMA.

Ég segi ef ég hef tíma fyrir tímaþjófinn (tölvuna og bloggið) ætti ég að hafa tíma fyrir allt. Ekki að ég sé að segja ykkur að hætta að blogga, af og frá.

Gott ráð (fyrir þá sem fara að versla) sem ég er farin að tileinka mér: VANTAR MIG ÞAÐ NAUÐSYNLEGA EÐA GET ÉG ALVEG VERIÐ ÁN ÞESS

og það sem er oftast eða nær alltaf ÉG GET VERIÐ ÁN ÞESS !!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alveg nákvæmlega hárrétt hjá þér Hulda mín.  Tíminn er dýrmæt gjöf.  Í stað þess að kaupa einhvern óþarfa fyrir fólk sem á allt, þá er bara sniðugt að kíkja í heimsókn og spjalla.  Það er oft besta gjöfin sérstaklega fyrir þá sem eru einmana, og það eru margir í heiminum mjög einmana.  Ég man til dæmis eftir ótal tilfellum sem við krakkarnir á mínu æskuheimili buðum einhverjum einstaklingi út í bæ í jólamatinn, og aldrei amaðist neinn í fjölskyldunni við því.  Ég hef líka gert svoleiðis, þó ekki oft.  Einhver sagði mér að hún dekkaði alltaf einn aukadisk á jólaborðið.  Falleg hugsun.   En best væri að þar sæti einhver sem hvergi ætti höfði sínu að halla. 

Ég bauð einu sinni slíkum einstaklingi heim, hafði smá áhyggjur af því hvernig þessu reiddi af.  En að horfa upp á þennan einmana mann, sjá gleðina í augum hans, eins og hann hefði fengið heiminn að gjöf.  Það einhvernveginn jók jólagleðina hjá allri fjölskyldunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2007 kl. 13:30

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þetta er sannur jóalandi og svona eiga jólin að vera, þau eiga að snúast um að okkur og öllum í kringum okkur líði vel í hjarta sínu. Ekki um gjafir eða hvað við fengum. Góð spurning um jólin er: Hvað gafst þú ?  Helst frá hjartanu.

Besta stundin um jólin hjá mér er seint á aðfangadagskvöld þar sem við fjölskyldan sitjum og lesum jólakortin mér þykir alltaf vænst um þau og er svo þakklát fyrir jólakveðjurnar.

Við á þessu heimili gerum alltaf jólavísu og hún hljómaði svona í fyrra:

(ástæðan fyrir þessari vísu kom til að því hvað okkur hjónum ofbýður allt fárið)

Þegar það er dimmt og kaltFólk á þönum út um alltKaupa þetta, kaupa hittÍ Kringlunni er allt svo fittBera kveðjur í bæ og ból

Og bjóða öllum gleðileg jól

 

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 3.11.2007 kl. 14:42

3 Smámynd: Kittý Sveins

Ég er sammála þér með þetta Hulda og þá helst jólakortin.. ég elska jólakortin.. ekki bara að lesa þau.. heldur líka aðfangadagsmorgun þegar ég hleyp um hveragerði með jólakortin og fæ smákökur og gotterý allsstaðar þar sem að það sér mig eithver ;) Það er algert æði :D

Kittý Sveins, 13.11.2007 kl. 12:32

4 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Það hefur verið hefð hjá okkur síðan við fórum að jalda jól í Hveró (að það sem við eigum enga fjölskyldu hér) fóru "strákarnir" mínir í það og upp úr eitt á aðfangadag keyra þeir út kortin

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 13.11.2007 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband