Tómur skór

Gulldrengurinn er HÆTTUR að trúa á jólsveinana alla með tölu :Þ(  Mamman saknar þess sárt.

Nú um daginn þegar mér var litið inn í herbergið hans og leist ekkert á ruslið inni hjá honum þá sagði hann bara: Já en mamma ég er alveg að verða unglingur og svona eru unglingaherbergi !!!! Svo kom að því að setja skóinn út í glugga, þá bar það sama við já en ég er hættur að trúa á jólasveinana ég er alveg að verða unglingur !!!!

Mamman á heimilinu samdi tregafulla vísu að söknuðu við skóinn í glugganum

Tómur er hans takkaskór

trítillinn er orðin svo stór

Ljúft loga kertin skært

lúin hann glókollur sefur nú vært

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fallegt ljóð Hulda mín. Minn tilkynnti mér um daginn að ALLIR krakkarnir í bekknum ætluðu að setja skóinn út í glugga, ég sagði, en ég hélt að þú værir hættur að trúa á jólasveininn. Nei sagði hann, ég ætla að setja skóinn í gluggann.   En hann er bara 10 ára svo það er allt í lagi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2007 kl. 16:45

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Gulldrengurinn er 11 alveg að verða 12, mér finnst þau þurfi samt að halda í barnið í sér aðeins lengur

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 14.12.2007 kl. 17:10

3 Smámynd: Vilborg

Minn eldri fær ennþá í skóinn og þá aðalega út af þeim yngri....sá er nefnilega ekki alveg að kaupa það að maður hætti að fá í skóinn á einhverjum tímapunkti ...heldur að þetta vari að eilífu  Unglingurinn segir mér að sér finnist þetta barnalegt en er alltaf þvílíkt spenntur á morgnanna að kíkja....er 100% viss um að honum finnist þetta nú bara gaman!  Jólasveinninn er líka glaður því að honum finnst einmitt svo gaman að fylgjat með spenningnum yfir "engu" (að mati unglingsins)

Vilborg, 15.12.2007 kl. 02:14

4 Smámynd: Kittý Sveins

Úff.. ef að ég hefði fengið að ráða væri ég ennþá að fá í skóinn.. varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ég var á 14 ári að ég fékk bara í skóinn endrum og eins.. ætlaði sko EKKI að segja frá því að ég væri hætt að trúa því þá fengi ég ekkert!! En það virkaði ekki þannig.. jólasveinninn fór bara að gleyma mér og á endanum fékk ég bara í skóinn frá kertasníki!!!

ég bara skil þetta ekki ennþá.. hélt svo að hann kæmi kanski þar sem að ég væri með BARN Í MAGANUM, en ekkert gerðist heldur.. ég er allveg hissa!!!

Kittý Sveins, 17.12.2007 kl. 12:02

5 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Sko það virkaði þannig á mínu heimili ÞAU VERÐA AÐ VERA FARIN AÐ GANGA TIL AÐ FÁ Í SKÓINN, segir sig svolítið sjálft !!!

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 17.12.2007 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband