Munið að endurnýja
21.2.2008 | 16:52
Klaufdýrið mitt getur seint talist heppin (enda ekki kallaður klaufdýr fyrir ekki neitt)
Í gærkvöldi sat ég í makindum mínum að læra, þá sé ég útundan mér að bíll kemur á húsinu, ekkert óeðlilegt við það, nema að ég fer að taka eftir bláum blikkandi ljósum ég stend upp og fer að kanna hvað sé á seyði. Er ekki lögreglubíll í hlaðinu og sé hvar klaufdýrið fer inn í lögreglubílinn.
Hann braut ekkert af sér, sem betur fer, mældist á 40 km hraða, en lögreglunni fannst hann taka beygjuna inn Klettahlíðina "full harkalega" En það sem kom í ljós þegar hann sýndi ökuskirteinið var ekki gott ÞAÐ VAR ÚTRUNNIÐ Svo nú er klaufdýrið próflaust og þarf að fara í upprifjunarökutíma til þess að fá ökuréttindin sín aftur.
SVO ELSKURNAR MÍNAR MUNIÐ AÐ ENDURNÝJA ÖKUSKIRTEINÐ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æ Æ vesalings klaufdýrið þitt Vonandi gengur það allt saman vel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2008 kl. 19:33
Já svona er þetta Hulda mín, okkur hefur eitthvað misfarist við uppeldið á þessum elskum. Minns fékk nefnilega sekt fyrir sömu sakir um daginn - og fannst það ekkert tiltökumál by the way!!!
Soffía Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.