Hjálp handa frændum vorum

í Færeyjum, hvet ykkur eindregið að aðstoða þá. Þeir hafa þessir vinir og frændur okkar ekki legið á sínu, þeir t.d. söfnuðu fé svo hægt væri að byggja leikskóla í Súðavík eftir hörmungarnar þar og söfnuðu líka fyrir Flateyringa. Tók þennan texta á visi.is

Opnaður hefur verið söfnunarreikningur í Glitni til stuðning frændum vorum Færeyingum vegna tjóns sem þeir urðu fyrir þegar mikið óveður gekk yfir landið um síðustu mánaðarmót.

Í fréttatilkynningu sem aðstandendur söfnunarinnar hafa sent frá sér segir að í því mikla óveðri sem hafi gengið yfir Færeyjar um mánaðarmótin janúar-febrúar hafi þorpið Skálavík á Sandey orðið fyrir gríðarlegum ágangi sjávar. Brim hafi gengið langt upp á land og brotið niður mannvirki við höfnina, m.a. fiskverkunarhús. Nær allir útróðrarbátar í höfninni hafi sokkið og þeir sem á landi hafi verið hafi brotnað í spón. Samtals hafi 15 af 16 bátum þorpsbúa sokkið og brotnað. Brimvarnargarði hafi skolað að miklu leyti inn í höfnina þannig að hún hafi fyllst af grjóti og orðið ónothæf. Þá hafi kirkjugarður þorpsins orðið fyrir miklum skemmdum.

„Þorpið Skálavík er um 250 manna samfélag sem algjörlega byggir afkomu sína á sjávarútvegi og sjósókn á minni bátum er eina atvinna þorpsbúa. Óhætt er því að segja að allt atvinnulíf sé lamað eftir þetta gríðarlega áfall og þetta litla samfélag þarf nauðsynlega aðstoð til að koma undir sig fótunum á ný. Er það von okkar að íslenska þjóðin sýni bræðraþjóð okkar þann hlýhug að styrkja þá fjárhagslega í erfiðleikum þeirra. Minnumst rausnarlegrar framgöngu Færeyinga er náttúruöflin léku íslensk byggðarlög hart og við þurftum á stuðningi þeirra að halda. Nú er komið að okkur að rétta frændum okkar hjálparhönd," segir í tilkynningu.

Reikningsnúmer söfnunarinnar er 0565-14-607914, kt. 270366-3419. Reikningurinn verður opinn til 14. mars næstkomandi.

Þeir sem standa að fjársöfnuninni til styrktar sjávarþorpinu Skálavík eru Niels J. Erlingsson, Árni Hilmarsson og Fjalar Freyr Einarsson.


Brim í Kvívík þann 23.feb (meira á portal)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Ég er til í að spila á styrktartónleikum - helst í Færeyjum

Heimir Eyvindarson, 26.2.2008 kl. 01:23

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir ábendinguna Hulda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2008 kl. 14:07

3 identicon

Heyrðu ég verð að taka þátt, ekki gott ef allt verður í klandri þegar við stígum á færeyska grund.

Hulda! Við verðum að hafa fund í færeyska félaginu um helgina. Rauðvínið er farið að safnast fyrir í eldhúsinu hjá mér - ekki gott.

Soffía Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 15:15

4 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Heimir ég bara redda því

Soffía þú veist að ég er alltaf til í rautt vín  held að helgin sé óplönuð að undanskyldu að gulldrengurinn verður 12  á sunnudaginn

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 26.2.2008 kl. 16:12

5 identicon

Takk fyri títt stóra hjarta! 

Vóni tit fáa gott "reytt" vikuskifti  mátti fundurin eyðnast væl...   

klem herfrá

Jonnhild (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband