Gullfoss og Geysir
11.4.2008 | 12:36
eru afskapleg fallegir staðir á landinu. En það er ekkert fallegt við að hafa annars vegar þennan kraftmikla foss og hinsvegar gjósandi hver ólgandi innan í sér
Þá vitið þið hvernig ég hef haft það undanfarna daga, sem sagt búin að liggja með Gullfoss og Geysi ólgandi innan í mér og er vonandi að losna við þá félaga
En rafvirkinn er komin heim heilu og höldnu og talar ekki orð í þýsku
En svona af því það er föstudagur og ég að hressast þá sendi ég ykkur þennan:
( ( drrring ) ) )
( ( ( ( ( ( ( ( ( drrring-g-g-g ) ) ) ) ) ) ) ) )
Halló?
Hæ, elskan, þetta er pabbi, er mamma þarna?
Nei, pabbi, hún er uppi í svefnherbergi með Kalla frænda
Eftir stutta stund segir pabbi: En þú átt engan Kalla frænda, elskan!
Jú víst, og hann er uppi í herbergi með mömmu núna!
Hmm. allt í lagi, gerðu þetta fyrir pabba: Leggðu frá þér símann, bankaðu á svefnherbergisdyrnar og kallaðu til mömmu og Kalla frænda að þú hafir séð bílinn hans pabba koma heim?
Allt í lagi, pabbi!
Nokkrum mínútum síðar kemur stúlkan aftur í símann:
Ég gerði eins og þú sagðir, pabbi
Og hvað gerðist? spyr hann.
Mamma stökk allsber fram úr rúminu og hljóp öskrandi út úr herberginu en hrasaði í mottunni og datt út um gluggann, hún liggur hreyfingarlaus úti í garði núna. . . .
Guð minn góður, hvað með Kalla frænda?
Hann stökk allsber út úr rúminu og stökk út um gluggann og lenti í sundlauginni. Verst að þú lést tæma hana um helgina til að láta þrífa hana. Hann liggur þar steindauður!
Svo segir pabbi,:
Sundlaug . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Er þetta ekki 555-2775??
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
þessi er góður :), vonandi ertu orðin hress mín kæra.
Ásdís (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 13:16
Æ Hulda mín, það er örugglega EKKI spennandi að vera með Gullfoss og Geysir inní sér. Vonandi ertu orðin betri.
Aumingjans fólkið í brandaranum
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2008 kl. 22:19
Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.4.2008 kl. 22:47
vona að þú hressist....
og góða helgi kæra frænka
kv. Stefí
Stefí (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 16:11
Það er eiginlega bara gott að vita af gullfoss og geysi á sínum stað, enn ekki í innra með þér dúllan mín. Vonandi er þér batnað....
Annars var ég í Hveró í gær og var að spá í að kíkja eitt augnablik til þín.... en þar sem klukkan tifaði orðið svolítið mikið þá ákvað ég að sleppa þvi´... én ég lofa kíkja næst, ég veit það kann að vera það spyrjist út að ég hafi komið í bæinn. Ég fór nefnilega í smá göngutúr með stórabróðir um bæinn og hitti þar fólk sem við könnumst báðar við. Svo það er eins gott ég nefni það sjálf við þig, enn þú fáir að vita þetta úti bæ....
kv. Ásta pásta.
Ásta Lóa (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.