Skyldu margir vera á þessari skoðun?

Rakst á þessa athugasemd á bloggflakki mínu, og mér er spurn skyldu margir vera á þessari skoðun?

Mér finnst fáránlegt að fólk skuli leyfa sér að vera að væla yfir þessu þar sem ekkert mannfall var á svæðinu. Fréttirnar láta eins og það hafi lent atómbomba á suðurlandi og tekur viðtöl við fólk sem vælir yfir því að diskar hafi brotnað og sprungur hafi komið í hús. svo vill það fá áfallahjálp yfir því að hafa misst veraldlega hluti, þvílik hræsni. Ríkisstjórnin nýtti sér tækifærið og ætlar setja 100 mill í einhverja neyðarhjálp og búðir, hræsni til að ná í atkvæði, Það væri meira vit í að setja 100 mill í uppbyggingu vega þar sem mannfall er og það mikið. 


mbl.is Sálræn áhrif koma fram síðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli þetta sé ekki einsdæmi, þvílíkur hroki. Mætti ætla að viðkomandi sé bitur sál.

Ásdís (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 19:33

2 identicon

já fólk ætti bara að loka á sér matargatinu og hugsa aðeins áður en það lætur út úr sér svona vitleysu. Ansi margir sem ég þekki sem eru í andlegri rúst eftir þetta, vinkona mín var með ungabarn í vöggu og rétt náði að grípa barnið úr vögguni áður en mynd féll af vegg beint á vögguna...já geturðu rétt ímyndað þér hvernig henni leið greyinu...fyrir utan allt eignatjón. Já ég veit að það er gott að enginn hjá mér slasaðist en þegar griðarstaðurinn manns er ekki griðastaður lengur þá er erfitt að fá skjól undan hvassviðri hins daglega lífs.

Já ég er stolt af fallega fólkinu mínu sem býr í Hveragerði og á Selfossi...þið eruð algerar hetjur...kossar og knús

Dagný lucky bastard (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 23:35

3 identicon

það eru aukaherbergi fyrir austan ef fólk vantar griðarstað....gott útsýni og besta veðrið á Íslandi í þokkabót ;)

Dagný (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 23:36

4 identicon

Svona segir bara fólk sem aldrei hefur lent í neinum hremmingum.

Bryndís R (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband